Vöru­bíll, fólks­bíll og sendi­ferða­bíll skullu saman á Hellis­heiðinni á öðrum tímanum í dag. Af myndum að dæma virðist tjónið á fólks­bílnum og sendi­ferða­bílnum tölu­vert.

Sam­kvæmt lög­reglunni á Suður­landi urðu engin slys á fólki.

„Þetta er minni­háttar í sjálfu sér. Þetta er aftan­á­keyrsla og engin fluttur með sjúkra­bíl eða neitt slíkt. Fólks­bílinn keyrir aftan á sendi­ferða­bílinn. Það eru engin slys á fólki,“ segir Sveinn Kristján Rúnars­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­reglunni á Suður­landi.

Sam­kvæmt Vega­gerðinni átti slysið sér stað austan við kaffi­stofuna og var veginum lokað til austurs um tíma vegna þess.