Reebar Abdi Mohammed var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun á kvennasalernisbás í Reykjavík í febrúar árið 2019.
Reebar, sem er 34 ára karlmaður frá Kúrdistan hefur tekið þátt í starfi Pírataflokksins hérlendis en hann var kjörinn áheyrnarfulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á aðalfundi flokksins á Selfossi árið 2018.
Í dómi Héraðsdóms segir að Reebar hafi haft samræði og önnur kynferðismök við konu, án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og nýta sér yfirburði sína vegna aðstöðu og aflsmunar.
Hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa áfengis en Reebar kom að henni þar sem hún stóð fyrir framan kvennasalerni skemmtistaðarins, kyssti hana og leiddi hana inn á salernið og inn á salernisbás, lagði hönd hennar á ber kynfæri sín, dró niður um hana buxurnar og stakk fingrum í leggöng hennar og sneri henni síðan við og þvingaði eða reyndi að þvinga lim sínum í leggöng hennar.
Hann reyndi síðan að láta hana hafa við sig munnmök en þá komst hún undan. Hún reyndi ítrekað með örðum að athöfnum að fá Reebar til að láta af háttsemi sinni en hann greip um hár hennar. Hún hlaut sprungu ofan sníps, roða, sár og mar á hymen og sprungu á spöng.

Upptökur ekki í samræmi við framburð ákærða
Reeber viðurkenndi fyrir dómi að hafa hitt konuna á skemmtistaðnum en neitaði því að hafa beitt hana ofbeldi eða þvingað hana til kynlífsathafna. Hann hélt því fram að hún hefði beðiði hann um að hafa við sig samræði á salerninu.
Í yfirheyrslum yfir honum hjá lögreglu hélt Reebar því ítrekað fram að hann hafi hitt konuna á dansgólfinu og hún hefði leitað til hans. Upptökur úr eftirlitsmyndakerfi skemmtistaðarins staðfestu hins vegar ekki frásögn hans.
Hann breytti síðan frásögn sinni fyrir dómi og sagðist hafa hitt konuna á salerninu.
Framburður konunnar var hins vegar talin trúverðugur og var innbyrðis samræmi í frásögn hennar að mati dómsins. Hún lýsti því hvernig hún reyndi að klemma saman læri sín til að varna við því að henni yrði nauðgað. Skoðun læknis á Neyðarmóttöku, læknisvottorð, frásagnir vinar konunnar, öryggisvarðar á skemmtistaðnum, lögreglumanna og hjúkrunarfræðings á Neyðarmóttökunni studdu frásögn hennar.
Kjörinn áheyrnarfulltrúi í framkvæmdaráði Pírata 2018
Samkvæmt frétt Eyjunnar frá 2018 kemur fram að Reeber var kjörinn áheyrnarfulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á aðalfundi flokksins á Selfossi. Þar er vísað í fréttatilkynningu frá Pírötum þar sem segir að Reebar væri hælisleitandi frá Kúrdistan og hefði verið virkur í starfi Pírata.
Vísir greindi fyrst frá dómi Reebar og sendu Píratar frá sér tilkynningu eftir hádegi þar sem kemur fram að flokkurinn hafi fyrst heyrt af þessu máli í fjölmiðlum og að Reebar hafi ekki haft neina aðkomu að starfi Pírata í u.þ.b. tvö ár.