Aron Már Ólafs­son, Herra Hnetu­smjör og Birgir Hákon lögðu leið sína að heimili Bóelar Guð­laugar­dóttur í dag til þess að þrífa eggja­slettur af húsinu hennar. Á­stæða þess er að þre­menningarnir héldu upp­haf­lega að húsið væri í eigu Lilju Katrínar Gunnars­dóttur, rit­stjóra DV, og hvöttu fylgj­endur sína til að heim­sækja það í mót­mæla­skyni við nýjustu grein Lilju.

Í greininni, sem birtist í síðasta tölu­blaði DV, voru birtar myndir af af húsum þekktra tón­listar­manna á Ís­landi á­samt upp­lýsingum um húsa­leigu, fast­eigna­mat og stærð. Greinin hefur sætt mikilli gagn­rýni og hafa ýmsir lista­menn hvatt til snið­göngu á frétta­miðli DV í kjöl­farið.

Aron, Herra Hnetusmjör og Birgir Hákon ákvöðu að gera það rétta í stöðunni að eigin sögn.
Mynd/Instagram/Skjáskot

Hvöttu fylgj­endur til að heim­sækja rit­stjórann

Aron, Herrann og Birgir Hákon gengu skrefinu lengra og birtu heimilis­fang Lilja á­samt mynd af húsinu. Ein­hverjir fylgj­endur á­hrifa­valdanna virðast hafa tekið þetta til sín og grýttu eggjum í húsið í gær­kvöldi. Seinna kom í ljós að fjögur ár eru síðan Lilja flutti úr húsinu.

Bóel býr á­samt fjöl­skyldu sinni í húsinu núna og var ein­mitt að fagna þrí­tugs­af­mæli sínu þegar ó­prúttnu aðilarnir tóku upp á því að kasta eggjunum. „Það var mjög súrealískt að þurfa að senda skila­boð á Herra Hnetu­smjör og Aron Mola um að taka þetta niður,“ segir Bóel í sam­tali við Frétta­blaðið.

Komu færandi hendi

Lista­mennirnir þrír á­kváðu að greiða fyrir mis­tök sín með því að mæta í dag og þrífa húsið. Auk þess sem Aron smeygði af­mælis­gjöf til Bóelar inn um lúguna. Þrifunum er nú lokið eftir langa og stranga vinnu og hjálp frá ná­grönnum og hafa stjörnurnar nú birt rétt heimilis­fang Lilju á sam­fé­lags­miðlum sínum.

Sum eggjanna voru staðsett ansi hátt uppi og kom nágranni til bjargar með stiga.
Mynd/Instagram/Skjáskot