Þríeykið er hóflega bjartsýnt eftir tilkynningu stjórnvalda um sex til átta vikna afléttingaráætlun.

Heilbrigðisráðherra fylgdi nær öllum tillögum sóttvarnalæknis.

„Eina frávikið er að ég lagði til að að reglurnar myndu taka gildi 3. febrúar, eða þegar núverandi reglugerð endar. Svo lagði ég til þrengri opnunartíma hjá krám og skemmtistöðum,“ sagði Þórólfur Guðnason í samtali við Fréttablaðið.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segist ekki finna fyrir sama létti og vorið 2021 þegar öllu var aflétt.

„Maður veit að næstu vikur verða strembnar,“ sagðir Víðir.

„Ég er hóflega bjartsýn,“ segir Alma Möller landlæknir. „Veiran hefur auðvitað kennt okkur það að maður segir aldrei aldrei.“