Upplýsingafundur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis er klukkan 11 í dag.

Á fundinum munu þau Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni sem leysir Víði af vegna meiðsla í baki.

Í gær greindust alls fjórir með kórónuveiruna á Íslandi. Af þeim voru tveir ekki í sóttkví, eða helmingur. Í fyrradag greindust alls 11.

Nýjar reglur heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir tóku gildi í gær. Þá opnuðu hárgreiðslustofur og íþrótta- og æskulýðsstarf barna hófst á ný.

Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 10:48 19.11.2020