Vopnað rán var framið í Kram­búðinni í Máva­hlíð í dag. Jóhann Karl Þóris­son að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn segir að lög­reglan telji að um sé að ræða sama mann og framdi vopnað rán í verslun í gær og hand­tekinn var á Austur­velli, að því er fram kemur á mbl.is.

Frétta­blaðið greindi frá því í gær að sér­sveitin hefði hand­tekið manninn á Austur­velli síð­degis í gær. Hafði hann fyrr um daginn rænt verslun með hníf og sagði Jóhann Karl við það til­efni að þar væri um að ræða eðli­lega verk­ferla lög­reglu við hand­töku.

Ránið í dag átti sér stað skömmu fyrir há­degi. Maðurinn ógnaði starfs­manni með egg­vopni og hafði með sér reiðu­fé úr versluninni. Þetta er þriðja vopnaða ránið á þremur dögum en á föstu­dag var mexí­kóski veitinga­staðurinn Chido rændur af manni sem sprittaði sig áður en hann hótaði starfs­mönnum með hníf.

Lög­reglan telur lík­legt að ránið sem framið var í dag hafi verið framið af sama manni og hand­tekinn var í gær á Austur­velli. Hann var látinn laus úr haldi í morgun og leitar lög­reglan nú mannsins.