Innréttingin verður ný með allt að 9 tommu upplýsingaskjá í dýrari útgáfunni sem verður líka með opnanlegu sólþaki, 360 gráðu myndavél, leiðsögukerfi og leðurinnréttingu. Sex gíra beinskipting verður staðalbúnaður en hann verður einnig fáanlegur með sex þrepa sjálfskiptingu. Bíllinn verður nálægt Nissan Qashqai í stærð með 430 lítra farangursrými. Bíllinn kemur á markað snemma á næsta ári.