Rætt er um það af alvöru innan stjórnkerfisins að slaka á reglum um sóttkví, þannig að þríbólusett fólk þurfi ekki að fara í sóttkví, komi upp kórónuveirusmit í návist þess.

Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.

Gangi þetta eftir mun það liðka mjög fyrir atvinnustarfsemi og félagslífi í landinu, en hvort tveggja hefur ítrekað lamast, sökum þess að heilu hóparnir hafa farið í einangrun vegna smits eða smita sem komið hafa upp í afmörkuðu rými.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins gengur þriðja bólusetningin vel og á hún að klárast á næstu vikum. Þá er bólusetningarrútan á fullri ferð um höfuðborgarsvæðið, en henni er einkum ætlað að ná til óbólusettra landsmanna.