Próf­kjör Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík fyrir Al­þingis­kosningarnar 2021 fer fram 4. og 5. júní næst­komandi en fram­boðs­frestur lauk klukkan 16 í gær. Öll fram­boðin voru úr­skurðuð gild en þau voru í heildina 13 talsins.

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra, og Guð­laugur Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra, sækjast takast á um fyrsta sætið í próf­kjörinu og er ekki ó­lík­legt að ráð­herrarnir tveir muni leiða sitt hvort Reykja­víkur­kjör­dæmið.

Sitjandi þing­menn Sjálf­stæðis­flokksins, Brynjar Níels­son og Sig­ríður Á. Anders­sen, keppast síðan um annað sætið. Ekki er hægt að af­skrifa þau þar sem sá sem lendir í 2. sæti tekur for­ystu í því kjör­dæmi sem sigur­vegari próf­kjörsins velur ekki.

Aðrir sem sækjast eftir sæti eru:

Birgir Ár­manns­son - 2.-3. sæti

Birgir Örn Stein­gríms­son -

Diljá Mist Einars­dóttir - 3. sæti

Frið­jón R Frið­jóns­son - 4. sæti

Her­dís Anna Þor­valds­dóttir - 4. til 5. sæti

Hildur Sverris­dóttir - 3. til 4. sæti

Ingi­björg H Sverris­dóttir - 4. til 5. sæti

Kjartan Magnús­son - 3. til 4. sæti

Þórður Kristjáns­son -