Þrettán ný innanlandssmit greindust í gær en aðeins einn sem reyndist smitaður var í sóttkví við greiningu. Þetta er í fyrsta sinn frá 8. ágúst sem fleiri en tíu innanlandssmit greinast á einum degi.

Tólf greindust eftir að hafa farið í einkennasýnatöku en einn greindist við aðra skimun Íslenskrar erfðagreiningar.

Á landamærunum greindust tveir með virkt smit í seinni skimun en enn er beðið mótefnamælingar úr einu sýni sem greint var frá í gær.

Alls eru nú 75 manns í einangrun með virkt smit hér á landi. Frá upphafi hafa 2.189 greinst með veiruna en 2.104 náð sér eftir að hafa smitast. Einn er nú á sjúkrahúsi með COVID-19.

Nú eru 437 manns í sóttkví innanlands og 2.118 í skimunarsóttkví.

Fréttin hefur verið uppfærð.