Þrett­án mál hafa kom­ið á borð teym­is í um­sjón Bjark­ar­hlíð­ar í mans­als­mál­um á síð­ust­u níu mán­uð­um. Flest mál­ann­a varð­a vinn­um­an­sal og eru fjór­ir ger­end­ur Ís­lend­ing­ar. Í tíu til­vik­um hef­ur grun­ur um man­sal ver­ið stað­fest­ur.

Í tíu þess­ar­a mála er „grun­ur um man­sal stað­fest­ur mið­að við þau gögn sem sér­fræð­ing­ur Bjark­ar­hlíð­ar hef­ur feng­ið um mál­ið,“ að því er seg­ir í sam­an­tekt Bjark­ar­hlíð­ar.

Í svar­i dóms­mál­a­ráð­herr­a við fyr­ir­spurn Kötl­u Hólm Þór­hild­ar­dótt­ur, þing­manns Pír­at­a, sem birt var á vef Al­þing­is í vik­unn­i, er fjall­að um að­gerð­ir stjórn­vald­a gegn man­sal­i; eink­um um fram­kvæmd­a­t­eym­i um mans­als­mál sem Bjark­ar­hlíð var fal­ið að hafa um­sjón með tím­a­bund­ið í eitt ár, í til­raun­a­skyn­i. „Teym­ið er kall­að sam­an þeg­ar upp koma mans­als­mál, eða þeg­ar grun­ur er um slíkt, í þeim til­gang­i að sam­hæf­a störf og við­brögð þeirr­a að­il­a sem koma að mál­um frá upp­haf­i bæði í vel­ferð­ar­þjón­ust­u og hjá lög­regl­u,“ seg­ir í svar­i ráð­herr­a.

Þol­end­ur frá 11 lönd­um

Þol­end­urn­ir í mál­un­um þrett­­án eru frá ell­ef­u lönd­um; Sóm­al­í­u, Malí, Pól­land­i, Nep­al, Kína, Fil­ipps­eyj­um, Ví­et­nam, Níg­er­í­u, Gana, El Salv­ad­or og Ta­í­land­i. Þar af voru tveir frá Sóm­al­í­u og Níg­er­í­u. Um er að ræða níu kon­ur og fjór­a karl­a á aldr­in­um 21 til 48 ára. Tvö börn und­ir 18 ára bjugg­u á heim­il­i þol­end­a og hafð­i barn­a­vernd­ar­til­kynn­ing ver­ið send áður en mál­in komu til Bjark­ar­hlíð­ar.

Ger­end­ur voru frá sjö lönd­um; Fil­ipps­eyj­um, Gana, Kína, Ta­í­land­i, Sóm­al­í­u, Ítal­í­u og fjór­ir frá Ís­land­i. Í tveim­ur til­fell­um var um marg­a ger­end­ur að ræða. Sjö ger­end­ur voru karl­ar og í hin skipt­in var um marg­a ger­end­ur að ræða.

Lög­regl­a kom einu sinn­i á vett­vang

Átta mál voru flokk­uð sem vinn­um­an­sal, þar af eitt sem bæði kyn­lífs- og vinn­um­an­sal. Fjög­ur voru flokk­uð sem kyn­lífsm­an­sal og tvö sem mál er varð­a smygl á fólk­i. Lög­regl­a kom á vett­vang vegn­a of­beld­is gegn þol­and­a í tengsl­um við eitt mál.

Í flest­um til­fell­um var vett­vang­ur brot­ann­a vinn­u­stað­ur en þrjú mál á sam­eig­in­leg­u heim­il­i ger­and­a og þol­and­a. Eitt mál gerð­ist á hót­el­i eða gist­i­heim­il­i og eitt mál á víð­a­vang­i, sam­kvæmt flokk­un Bjark­ar­hlíð­ar.