Harm­leikur átti sér stað í brúð­kaupi í Ind­landi í gær þegar þrettán konur og stúlkur létu lífið eftir að hafa fallið ofan í brunn. Þær sátu allar á járn­plötu yfir brunninum sem gaf undan með þeim hörmu­legu af­leiðingum.

At­burðurinn átti sér stað í norður­hluta Ind­lands, í Uttar Pra­desh fylki. Brunnurinn og platan yfir honum voru orðin gömul. Þegar platan gaf undan féllu konurnar og stúlkurnar fimm­tán metra niður brunninn og urðu undir fallandi braki og lausa­grjóti.

Þrettán létust við slysið og tvö slösuðust al­var­lega. Öll voru hífð upp úr brunninum og flutt á bráða­mót­töku til að­hlynningar þar sem þrettán voru úr­skurðuð látin.

Sam­kvæmt frétt The Guar­dian eru ind­versk brúð­kaup gjarnan stórar há­tíðir með fjölda gesta og nokkurra daga veislu­höld. Konurnar og stúlkurnar sem létust höfðu safnast saman til að taka þátt í veislu­höldunum.