Hljómsveitarnafnið Ukulellur var komið áður en meðlimir lærðu á hljóðfærið að sögn tveggja meðlima hljómsveitarinnar.

Ukulellur slógu í gegn þegar þær spiluðu með draglistamanninum Taylor Mac á opnunarhátíð Listahátíðar í Reykjavík í ár.

Örfáir meðlimir hljómsveitarinnar spiluðu á Ukulele í upphafi. „Það spilaði mögulega ein og svo voru kannski fjórar eða fimm sem áttu Ukulele og aðrir sem kunnu smá á gítar.“

Margrét Erla Maack ræðir við tvær Ukulellur í Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld en hér fyrir neðan má sjá stutta stiklu úr þættinum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni á Fréttavaktinni í kvöld í sjónvarpi Hringbrautar eða á vef Hringbrautar.