Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19.

Á vef spítalans er aðstandendum vottuð samúð.

Hafa nú þrettán látist af völdum veirunnar hér á landi, er þetta þriðja andlátið í þriðju bylgju faraldursins. Í gær var tilkynnt um andlát einstaklings á níræðisaldri, hafði viðkomandi verið sjúklingur á Landakoti þar sem upp kom hópsýking nýverið.

Upplýsingafundur almannavarna hefst kl. 11, á fundinum verða Alma D. Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Munu þau fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.