Minnst þrettán eru látnir og tæp­lega hundrað særðir eftir eld­gos í Semeru eld­fjalli á eyjunni Jövu í Indónesíu sem hefur grafið nær­liggjandi bæi í ösku. Sjö er enn saknað og rúm­lega níu hundruð hafa þurft að yfir­gefa heimili sín.

Ösku­strókar risu rúm­lega tólf þúsund metra upp í loft á laugar­dag sam­hliða eitur­gufum og hrauni. Nokkrir bæir voru um­luktir myrkri í kjöl­far eld­gossins og fjöldi bygginga og inn­viða skemmdist.

Fólk var gripið skelfingu við að sjá rísandi ösku­strókinn og á mynd­böndum má sjá fólk hlaupa af öllum krafti frá ösku­skýi sem stækkar í bak­grunninum.

Minnst ellefu bæir urðu fyrir barðinu á eld­gosinu. „Skyndi­lega varð allt dimmt, bjarti eftir­mið­dagurinn breyttist í nótt. Dunur og hiti neyddi okkur til að hlaupa að moskunni,“ segir Fatma, íbúi á svæðinu, um fimm kíló­metrum frá eld­fjallinu, í sam­tali við the Guardian.

Eld­fjallið er það stærsta á eyjunni og gaus seinast í janúar á þessu ári. Það gos var minna og því fylgdi engin mann­föll.

Fréttablaðið/EPA
Fréttablaðið/EPA
Fréttablaðið/EPA