Áströlsk yfir­völd hafa stað­fest út­dauða þrettán land­lægra dýra­tegunda, tólf spen­dýra­tegunda og einnar skrið­dýra­tegundar, sem er sú fyrsta frá land­námi til að deyja út.

Fregnirnar koma vísinda­mönnum ekki ó­vart enda er talið að flestar þessara tegunda hafi dáið út á tíma­bilinu 1850-1950. Listinn inni­heldur þó tvær tegundir sem dóu út á síðast­liðnum ára­tug á Jóla­ey.

Jólaeyjar skógarskinkan er fyrsta ástralska skriðdýrategundin sem deyr út frá landnámi.
The Guardian/Hal Cogger

Höfuðstaður útdauðra spendýrategunda

Nýlegasti útdauðinn átti sér stað árið 2014 þegar síðasti einstaklingur Jóla­eyjar-skógar­skinkunnar dó út en tegundin er fyrsta ástralska skriðdýrategundin sem dáið hefur út frá landnámi. Þar áður hafði leðurblökutegundin Jóla­eyjar-pipi­strelle dáið út, en síðasti ein­stak­lingur þeirrar tegundar dó árið 2009. Al­þjóð­legu náttúru­verndar­sam­tökin IUCN höfðu áður stað­fest út­dauða beggja tegunda.

Ástralía er nú þess vafa­sama heiðurs að­njótandi að vera það land heimsins þar sem flestar spen­dýra­tegundir hafa dáið út, en alls hafa 34 tegundir spen­dýra dáið út þar í landi eða 10% þeirra 320 tegunda sem fyrirfundust í Ástralíu árið 1788.

„Ekkert annað land hefur gengið í gegnum nærri því jafn mikinn út­dauða spen­dýra­tegunda á síðustu 200 árum,“ segir John Woinarski, prófessor í líf­fræði og dýra­vernd við Charles Darwin há­skólann. Sam­kvæmt honum eru veiðar af höndum villi­katta lík­legasta á­stæða útdauðans en þó eru líkur á því að refir, eyði­legging vist­kerfa og eldar hafi einnig átt þátt í því að tegundirnar dóu út.

Leðurblökutegundin Jólaeyjar-pipistrelle dó út árið 2009.
The Guardian/Lindy Lumsden