Þrettán ára drengur í bænum Hart­ford í Connecticut í Banda­ríkjunum lést á sjúkra­húsi á laugar­dag eftir að hafa tekið of stóran skammt af fenta­nýli í skólanum. Pilturinn hneig niður í í­þrótta­sal skólans á fimmtu­dag.

Í frétt USA Today kemur fram að tveir aðrir nem­endur hafi verið fluttir á sjúkra­hús eftir að hafa komist í tæri við efnið, en þeir hafa nú verið út­skrifaðir af sjúkra­húsi.

Luke Bronin, bæjar­stjóri Hart­ford, segir við banda­ríska fjöl­miðla að allt bendi til þess að pilturinn hafi tekið efnið inn en ekki áttað sig á styrk­leika þess. Segir hann að rann­sókn lög­reglu sé í fullum gangi og hún miði meðal annars að því að komast að því hvaðan efnið kom. Þeir verði sóttir til saka sem sáu um að út­vega efnið.

Fenta­nýl er ban­eitrað fíkni­efni, hundrað sinnum sterkara en morfín, og þarf varla nema snefil­magn af efninu til að valda dauða.

Lög­regla gerði leit í skólanum eftir at­vikið á fimmtu­dag og lagði lög­regla hald á 40 poka sem inni­héldu fenta­nýl í duft­formi. Ekki liggur fyrir hvar pokarnir fundust. Pilturinn sem lést er talinn hafa komið sjálfur með fenta­ný­lið sem varð honum að dauða í skólann.