Þrengslunum hefur verið lokað tíma­bundið þar sem verið er að að­stoða bíl­stjóra bíls með tengi­vagn sem fór útaf. Þetta kemur fram á vef Vega­gerðarinnar.

Þá er hálka á Hellis­heiði og hálku­blettir inn til landsins og skaf­renningur. Versnandi veður er á heiðinni. Eins og áður hefur komið fram á vef Frétta­blaðsins spáir erfiðu ferða­veðri, Icelandair til að mynda af­lýst flug­ferðum á morgun.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Vega­gerðinni er víða erfitt ferða­veður og búist er við því að svo verði á­fram fram á morgun­daginn.