Þrengsli eru lokuð eftir að vörubíll fór út af veginum á fimmta tímanum í dag. Verið að að vinna að því að fjarlægja bílinn, en mögulegt er að vegurinn sé lokaður til að verða klukkan 19 í kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar.

Krýsuvíkurvegur er sömuleiðis lokaður en vegurinn er ófær.

Þá segir að krapi sé á Hellisheiði og Mosfellsheiði og flughált er í Kjós meðfram Meðalfellsvatni. Ökumenn eru einnig beðnir að aka með gát þar sem holur eru víða á vegum.