Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á atburði þar sem tveir einstaklingar heimsóttu hundagæslu undir því yfirskyni að vera starfsmenn stofnunarinnar.

Sett var út á starfsemina og hún stöðvuð. Samkvæmt upplýsingum MAST er ekki vitað hvaða einstaklingar voru á ferð né hvað þeim gekk til. Upp komst um málið þegar eftirlitsmenn MAST fóru á hundagæsluna í reglubundið eftirlit og þá var þeim tjáð að nýlega hefðu aðilar komið til eftirlits frá þeim. Ekki fæst uppgefið hafa hundagæsla þetta er en í samtali við samskiptafulltrúa MAST hefur slíkt ekki gerst áður og ekki fleiri hundahaldarar tilkynnt um slíkt.

Í 116. gr. almennra hegningarlaga segir að hver sá sem tekur sér opinbert vald sem hann ekki hefur, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári eða, ef miklar sakir eru, allt að tveimur árum.