Þor­valdur Bjarni Þor­valds­son, tón­listar­stjóri með meiru, harmar brott­hvarf Mótettu­kórsins og og Schola Cantorum úr Hall­gríms­kirkju.

„Hvað er eigin­lega að gerast í kirkjunni okkar þegar svona slys verða? Mótettu­kórinn og Schola Cantorum horfin úr Hall­gríms­kirkju. Það er efni í stór­slysa­mynd,“ segir Þor­valdur í stöðu­færslu á Face­book.

Eins og fram hefur komið er nú miklar væringar í Hall­gríms­kirkju vegna brott­hvarfs Harðar Ás­kels­sonar úr starfi kantors við kirkjuna.

„So­met­hing is rotten in the sta­te of Den­mark,“ skrifar Þor­valdur Bjarni á­fram. Segir hann Hörð Ás­kels­son hafa flutt fjöll fyrir tón­listar­líf Ís­lendinga í gegnum störf sín í Hall­gríms­kirkju og í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hjá Herði séu það alltaf gæðin sem ráði. Hann gefi aldrei af­slátt á gæðum þegar að tón­listar­flutningi komi.

„Það gerir það að verkum að al­menningur hefur á Ís­landi í um 30 ár getað gengið að því vísu að ef það sækir tón­leika í Hall­gríms­kirkju, eða fer í messu um jól eða páska, jafn­vel bara í ein­falda sunnu­dags­messu, þá ertu að heyra nið aldanna varðandi þróun og arf­leifð kirkju­tón­listar heimsins, ekki bara Ís­lands. Hörður er heims­maður, það er að­dáunar­vert,“ skrifar Þor­valdur Bjarni.

Something is rotten in the state of Denmark. Hörður Áskelsson hefur flutt fjöll fyrir tónlistarlíf okkar Íslendinga í...

Posted by Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson on Sunday, 2 May 2021