Þórunn Svein­bjarnar­dóttir þing­maður verður full­trúi Sam­fylkingar í undir­búnings­kjör­bréfa­nefnd á Al­þingi sem tekur til starfa á morgun eftir að lands­kjör­stjórn út­hlutar þing­sætum á grunni kosninga­úr­slita. Nefndin mun leggja til­lögur fyrir þingið um hvaða þing­menn teljist rétt­kjörnir eða hvernig skuli bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp í Norð­vestur­kjör­dæmi.

Heimildir Frétta­blaðsins herma að Svan­dís Svavars­dóttir verði full­trúi VG í undir­búnings­nefndinni. Blaðið hefur ekki upp­lýsingar um fleiri nöfn. Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, stað­festir að Þórunn verði full­trúi flokksins í nefndinni.

Það gæti orðið snúið fyrir nefndina að sam­einast um til­lögur til að leggja fyrir Al­þingi sem hefur úr­slita­vald í að á­kvarða hvaða þing­menn skuli inni eða úti. Þá hefur MDE fellt á­fellis­dóm um það fyrir­komu­lag að þjóð­þing úr­skurði hvort þing­menn þess séu rétt­kjörnir.

Tíu þing­menn hreyfðust út eða inn eftir endur­talninguna í NV-kjör­dæmi. Lands­kjör­stjórn hefur úr­skurðað að með­ferð kjör­gagna hafi ekki verið full­nægjandi í kjör­dæminu.