Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráðherra, er orðið við framboð fyrir Samfylkinguna í Kraganum, eða suðvesturkjördæmi, næsta haust. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar segir Þórunn að nafn hennar hafi verið nefnt við uppstillinganefnd flokksins og að það sé til skoðunar hjá nefndinni.

Þórunn var þingmaður fyrir Samfylkinguna á árabilinu 1999 til 2011 en er nú formaður Bandalags háskólamanna, eða BHM.

Í suðvesturkjördæmi á Samfylkingin aðeins einn þingmann núna, Guðmund Andra Thorsson. Hann sækist áfram eftir því að vera í efsta sæti listans.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, ný þingkona Samfylkingar sem áður sat á þingi fyrir Vinstri hreyfinguna-grænt framboð (VG), hefur einnig gefið kost á sér fyrir efsta sæti listans. Áður leiddi hún lista VG í kjördæminu. Þá hefur Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Rannveigar - félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi og fyrrverandi forseti Stúdentaráðs ​Háskóla Íslands einnig gefið kost á sér til að leiða flokkinn í kjördæminu.