Þórunn Egils­dóttir, þing­flokks­for­maður Fram­sóknar­flokksins, hyggst ekki gefa kost á sér fyrir næstu Al­þingis­kosningar. Þórunn greinir frá þessu í yfir­lýsingu sem hún birti á Face­book-síðu sinni í morgun.

Hún hefur setið á þingi fyrir Fram­sóknar­flokkinn frá árinu 2013 og leiddi hún fram­boðs­lista flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi fyrir síðustu kosningar. Þórunn segir að þetta hafi verið góður og lær­dóms­ríkur tími í starfi.

„Í upp­hafi árs 2019 greindist ég með brjósta­krabba­mein og fór í gegnum stranga með­ferð. Það ferli tókst vel og ég tók brött aftur til starfa síðast­liðið vor enda meinið horfið. Ég var full bjart­sýni, trúði að þetta væri farið og hugðist halda ó­trauð á­fram. Ég var sömu­leiðis full orku og mig langaði að láta á­fram til mín taka á þessum vett­vangi og gefa kost á mér til þess að leiða fram­boðs­lista Fram­sóknar­flokksins í kjör­dæminu næsta kjör­tíma­bil,“ segir hún meðal annars.

Þórunn greindi frá því milli jóla og ný­árs að hún hefði aftur greinst með krabba­mein ný­lega, meinið væri komið í lifrina sem væri illa farin.

„Í lok árs 2020 fór ég að finna fyrir ó­þægindum og rann­sóknir bentu til að eitt­hvað þyrfti að skoða betur. Þá kom í ljós að lifrin starfaði ekki eðli­lega. Meinið hefur tekið sig upp að nýju en brýnt er að vera bjart­sýn. Maður verður alltaf að horfa fram á við. Og maður má aldrei missa vonina. Aldrei. Fram­boð til Al­þingis verður hins vegar að bíða betri tíma.“

Þórunn segir að Fram­sóknar­flokkurinn hafi komið miklu til leiðar með sam­vinnu og á­ræðni og kveðst þess full­viss að aðrir öflugir ein­staklingar taki við keflinu. „Ég vona og veit að okkur ber gæfa til að starfa saman enda er það lykillinn að árangri,“ segir hún.

Framundan eru alþingiskosningar. Ég hef setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn síðan 2013. Ég leiddi framboðslista...

Posted by Þórunn Egilsdóttir on Miðvikudagur, 13. janúar 2021