Tónlistar- og leikkonan Þórunn Erna Clausen segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum er hún var á gangi í Akrahverfi í Garðabænum en þar gekk hún fram á jákvætt Covid-heimapróf. Frá þessu greinir hún í íbúahóp Garðabæjar á Facebook.

„Mikið varð ég fyrir miklum vonbrigðum með Garðbæinga þegar ég rakst á þetta jákvæða covid heimapróf á göngustígnum við Akrahverfið.

Vinsamlegast ræðið við börnin ykkar og unglinga um hættu sem fylgir því að leika sér með svona og ef þetta eru fullorðnir sem eiga í hlut þá er það hræðilegt.

Bæði lítil börn og dýr sem fara þarna um geta verið að taka svona upp setja i munninn og leika sér, þetta er bara ekki í lagi. Enda búið að kalla bæinn pestarbæli.... kannski ekki að ástæðulausu.

Ef einhver er með jákvætt covid test þá á viðkomandi líka ekki að vera á göngu um göngustíga bæjarins,“ segir Þórunn í færslu sinni.