Þor­steinn Víg­lunds­son, fyrrum Al­þingis­maður og for­stjóri Horn­steins, segist vilja spara gífur­yrðin um fram­kvæmd talningar í Norð­vestur­kjör­dæmi. Í færslu á Face­book spyr hann hvort það væri ekki heppi­legra að bíða þar til niður­staða kjör­bréfa­nefndar liggur fyrir.

„Aug­ljós mis­brestur var á þeirri fram­kvæmd en slíkur mis­brestur leiðir ekki sjálf­krafa til ó­gildingar á niður­stöðu kosninga. Eðli­leg við­brögð hljóta og að taka mið af því hvort og þá hversu mikil á­hrif ætla má að á­gallar við fram­kvæmd hafi haft á niður­stöðuna,“ skrifar Þor­steinn.

Fjöl­margir hafa gagn­rýnt fram­kvæmd talningarinnar í Norð­vestur­kjör­dæmi og hafa tólf kærur borist Al­þingi vegna kosninganna. Þor­steinn viður­kennir að það hafi verið galli á talningunni en virðist þó ekki vilja gera jafn mikið mál úr því eins og sumir.

„Það liggur fyrir að á­galli var á vörslu kjör­gagna. Það liggur líka fyrir að ekki er hægt að úti­loka að átt hafi verið við kjör­gögn sökum þessa á­galla. Það jafn­gildir ekki sönnun þess að við þau hafi verið átt. Það er langt seilst að tala um kosninga­svik vegna þessa,“ skrifar hann.

Að sögn Þor­steins er það Kjör­bréfa­nefndar að skera úr um á­lita­efnin og þar með gildi kjör­bréfa þing­manna.

„Það verður hins vegar að segjast eins og er að á­galli á vörslu kjör­gagna sem ekki er hægt að sýna fram á að hafi haft á­hrif á niður­stöðu kosninga verður varla talinn svo mikill að grípa þurfi til ó­gildingar og upp­kosninga. Upp­kosning í einu kjör­dæmi, þar sem niður­staða liggur fyrir í hinum, verður varla heldur talin góð niður­staða enda kjós­endur Norð­vestur þá í annarri stöðu en kjós­endur al­mennt.“

Þá segir Þor­steinn fram­bjóð­endur til Al­þingis verða að hafa í huga að um­mæli þeirra um kosninga­kerfið hafi á­hrif á traust al­mennings. Í því sam­hengi bendir hann á við­brögð tveggja ó­líkra banda­rískra for­seta­fram­bjóð­enda við ó­sigri, annars vegar Al Gore og hins vegar Donald Trump.

„Í kosningunum 2001 viður­kenndi Al Gore ó­sigur þrátt fyrir að tölu­verð ó­vissa ríkti um talningu í Flórída ríki þar sem hann taldi hags­muni lýð­ræðisins meiri en eigin hags­muni að halda á­fram á­greiningi um talningu. Þau við­brögð voru til fyrir­myndar. Við­brögð 45. for­seta Banda­ríkjanna við ó­sigri sínum voru ekki jafn reisnar­leg.“

Segist hann vona að hags­muna­aðilar í kosninga­málinu í Norð­vestur­kjör­dæmi fari frekar að for­dæmi Gore þegar niður­staða Kjör­bréfa­nefndar liggur fyrir og „virði hana og setji þar með hags­muni lýð­ræðisins ofar sínum.“