Þor­steinn V. Einars­son, sem heldur úti sam­fé­lags­miðlunum Karl­mennskan, þar sem leitast er við að varpa ljósi á birtingar­myndir karl­mennsku­hug­mynda, leitar nú að karl­mönnum sem hafa nauðgað eða beitt aðra mann­eskju kyn­ferðis­legu of­beldi. Mark­miðið er að fá inn­sýn í upp­lifun þeirra og reynslu fyrir þátt um karl­mennsku sem er nú á undir­búnings­stigi.

Á Face­book síðunni er tekið fram að þeir sem vilji deila reynslu sinni þurfi ekki að koma fram í þættinum. Þá verði at­riði sem kunna að bera kennsl á geranda eða þolanda af­máð úr frá­sögninni. Fyrst um sinn sé leitast eftir ó­form­legu spjalli við menn sem hafi beitt of­beldi, hvort sem það var af á­settu ráði eða ekki.

„Mér datt í hug að kanna hvort að ein­hverjir menn væru til­búnir til þess að tala við mig,“ segir Þor­steinn í sam­tali við Frétta­blaðið. Hann leggur á­herslu á að hann sé ekki að gera rann­sókn heldur sé hann að for­vitnast, hann sé í hug­mynda­vinnu fyrir við­komandi þætti um karl­mennskuna sem séu á hand­rits­stigi.

„Þess vegna langaði mig að kanna hvað myndi gerast. Ég er ekki að fara ð gera rann­sókn, ég bara er í raun að for­vitnast og mig langar að fjalla um þessa skrímsla­væðingu. Af því að það er rosa­lega mikið talað um þol­endur, sem stíga fram og skila skömminni en það er eins og það séu ekki ger­endur, sem mér þykir svo á­huga­vert,“ segir Þor­steinn. Hann segir alla vinnuna á frum­stigi, hann sé með­vitaður um rann­sóknir á málinu þar sem verið sé að skoða nauðgunar­menningu.

„En ég var í raun bara að henda þessu fram í smá for­vitni og at­huga hvaða við­brögð ég fengi. Þetta er nú ekki meira út­hugsað en það,“ segir Þor­steinn.