Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, segir að senni­lega hafi sam­komu­tak­mörkunum verið af­létt of snemma hér á landi í við­tali við TV2 í Noregi. Þá varar hann Norð­menn við að gera sömu mis­tök og biðlar til norskra yfir­valda að stíga var­lega til jarðar.

„Veiran komst í gegnum landa­mærin og á sama tíma voru engar tak­markanir innan­lands. Þannig fékk veiran frítt spil,“ segir Þór­ólfur.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legri um­fjöllun TV2 um stöðu far­aldursins hér á landi. Fjórða bylgja far­aldursins á Ís­landi hefur vakið at­hygli víða um lönd í ljósi þess að bólu­setninga­hlut­fallið er með því hæsta í heiminum.

Í lok júní til­kynnti Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, á blaða­manna­fundi að öllum sam­komu­tak­mörkunum hefði verið af­létt, grímu­skyldu hætt og nándar­reglan af­lögð. En að­eins nokkrum vikum síðar neyddust lands­menn til að setja aftur upp grímuna þegar stærsta bylgja far­aldursins hófst með til­komu Delta-af­brigðisins. Þúsundir manns smitast af Co­vid á undan­förnum vikum, hátt í hundrað þurft að leggjast inn á spítala og tveir er­lendir ferða­menn látist af völdum sjúk­dómsins.

Danir ætla að af­létta öllu

Í um­fjöllun TV2 kemur fram að norsk yfir­völd séu að í­huga að feta í fót­spor Dana sem ætla að af­létta öllum sam­komu­tak­mörkunum um miðjan næsta mánuð. Þór­ólfur varar Norð­menn við að gera sömu mis­tök og við.

„Mitt ráð er að létta hægt á tak­mörkunum. Ég vona að þeir geri ekki mis­tök.“ segir Þór­ólfur og bætir við að hann hafi þegar ráð­lagt norskum kollegum sínum þetta sem hann fundi reglu­lega með varðandi stöðu far­aldursins.

Þór­ólfur segir að fjórða bylgjan hafi meðal annars kennt ís­lenskum yfir­völdum að bólu­settir þurfi að fara í sótt­kví hafi verið þeir verið út­settir fyrir smiti. Norsk yfir­völd hafa af­numið þessa reglu.

„Allt að 20 prósent smita á Ís­landi eru hjá full­bólu­settu fólki í sótt­kví. Þannig ég held að norsk stjórn­völd séu þarna að gera mis­tök. Ég vona að þau geri þetta ekki og mögu­lega eru það við sem höfum rangt fyrir okkur. En þetta er byggt á reynslu okkar,“ segir Þór­ólfur.

Nauð­syn­legt að fylgjast með ferða­mönnum

Hann segir einnig nauð­syn­legt að fylgjast með bólu­settum ferða­mönnum sem komi til Ís­lands. Greini­legt er að bólu­settir geti smitast og smitað aðra. Hann nefnir að síðustu tíu daga hafi greinst 40 smit á landa­mærunum og 30 þeirra hafa verið hjá bólu­settum. Þór­ólfur segist ekki vilja gagn­rýna ná­granna­löndin en þetta sé reynsla Ís­lendinga af fjórðu bylgju far­aldursins.

„En þetta er reynslan sem við höfum fengið í gegnum nú­verandi bylgju af smitum. Það mun vera mjög for­vitni­legt að fylgjast með þróun mála í Noregi og Dan­mörku þegar þeir af­létta sínum tak­mörkunum,“ segir Þór­ólfur.

Óttaðist að smita ó­létta konu sína

Í um­fjöllun TV2 er einnig rætt við Pál Matthías­son, for­stjóra Land­spítala, sem segir bylgjuna hafa komið þeim í opna skjöldu. „Þetta hefur verið erfitt. Helsta vanda­málið núna er að finna hæft fólk á gjör­gæslu­deildirnar.“

Þá er einnig talað við Jóhann Fjalar Skafta­son sem smitaðist af Co­vid-19 í fjórðu bylgjunni þrátt fyrir að vera full­bólu­settur. Hann þakkar bólu­setningunni fyrir að hann þurfti ekki að leggjast inn á sjúkra­hús og segist hafa verið mjög hræddur um að hafa einnig smitað ó­létta konu sína.

„Hún var mjög, mjög hrædd. Það voru fimm erfiðir dagar af bið áður en henni var tjáð að hún væri ekki smituð,“ segir Jóhann Fjalar meðan hann hvílir sig eftir bar­áttuna við Co­vid í heitri laug í Reykja­dal.