Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir stöðuna hér á landi með til­liti til CO­VID-19 far­aldursins enn vera til­tölu­lega góða þrátt fyrir að smit séu að greinast hér á landi. Að sögn Þór­ólfs mun hann þó koma til með að senda til­lögur á ráð­herra um frekari að­gerðir.

„Við þurfum að koma með ein­hverjar til­lögur, reyna að að­eins hafa hemil á þessu og hafa hemil á að veiran komist inn í landið,“ segir Þór­ólfur í sam­tali við Frétta­blaðið og vísar til þess að helst sé verið að skoða að­gerðir á landa­mærunum. „Það er aðal­lega það sem við þurfum, að mínu mati, að leggja á­herslu á núna.“

Meðal að­gerða sem eru til skoðunar er að skima bólu­setta far­þega sem eru með víð­tækt tengsla­net á Ís­landi en skimun hjá bólu­settum far­þegum var hætt um mánaða­mótin. „Við erum að sjá þessi smit sem eru að dreifast núna frá landa­mærunum eru aðal­lega frá Ís­lendingum,“ segir Þór­ólfur og vísar til þess að þau hafi séð það áður, til að mynda í fyrstu bylgju far­aldursins.

Staðan enn tiltölulega góð

Að sögn Þór­ólfs eru miklar vonir bundnar við að út­breidd bólu­setning nái að halda far­aldrinum í skefjum innan­lands. „Ef við höfðum ekki bólu­sett svona vel og værum ekki með svona marga bólu­setta þá væri örugg­lega búið að setja á ein­hverjar tak­markandi að­gerðir innan­lands,“ segir Þór­ólfur en ef staðan versnar gæti þurft að grípa til að­gerða innan­lands.

Í gær greindust sjö ein­staklingar, allir full­bólu­settir, með veiruna innan­lands en frá því á sunnu­dag hafa 24 greinst með veiruna og voru þar flestir utan sótt­kvíar við greiningu. Smitin í gær má rekja til fyrri smita og smita á landa­mærunum. „Það er bara svipað svona mynstur á þessu,“ segir Þór­ólfur um stöðu mála.

„Við vorum búin að spá því að við myndum fá ein­staka sýkingar, og fá sýkingar hjá bólu­settum og kannski litlar hóp­sýkingar, en við höfum talið ó­lík­legt að við fáum ein­hverjar stærri bylgjur eða stærri hóp­smit,“ segir Þór­ólfur. Flestir sem eru nú að greinast eru ungir ein­staklingar með væg ein­kenni og vonast Þór­ólfur til þess að það haldist þannig.

Tilmæli til fólks óbreytt

Að­spurður um hvort hann sé með sér­stök til­mæli fyrir helgina segir Þór­ólfur þau ekkert hafa breyst. „Bara eins og áður, að fólk gæti að sér og passi sig og gæti sinna sótt­varna. Ég held að við þurfum að halda því bara á­fram og ef það fær minnstu ein­kenni að fara í sýna­töku.“