Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir á­hrif Co­vid á börn og full­orðna mis­munandi, Co­vid leggist þyngra á full­orðna en þá sem yngri eru en inflúensan hafi öfug á­hrif.

„Þau veikjast ekki eins og full­orðnir. Þau fá þessi ein­kenni eins og full­orðnir eftir sem áður og nokkur hafa þurft að leggjast inn. Þau fara betur út úr þessari sýkingu en þau sem eldri eru. Ef við skoðum tölur frá út­löndum þá eru mjög margir sem veikjast mjög al­var­lega hjá börnunum. Af­leiðingarnar Co­vid hjá börnum eru kannski á pari við af­leiðingar in­flúensu, þó að ár­leg inflúensa sé miklu vægari en Co­vid hjá eldri ein­stak­lingum. Eldri ein­staklingar veikja mun al­var­legar af Co­vid en inflúensunni.“

Hann segir allt benda til þess að bólu­setning barna á aldrinum tólf til fimm­tán ára gagnist vel til að koma í veg fyrir Co­vid-smit.

„Ég held að það geti klár­lega verið ein skýringin. Þessi hópur, tólf til fimm­tán ára, það er búið að full­bólu­setja um 70 til 75 prósent þeirra. Við sjáum það þegar við skoðum hversu margir af þeim hafa smitast og greinst með smit, þá eru það ekki mjög margir sem betur fer. Ég held við getum sagt að bólu­setningin sé að virka mjög vel í að koma í veg fyrir smit hjá þessum aldurs­hópi. Það er mjög á­nægju­legt.“

Heilsu­gæsla höfuð­borgar­svæðisins ætlar að aka um strætis­vagni og bjóða bólu­setningu við Co­vid-19. Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, segir að ná verði til óbólu­settra. Strætóinn verður stað­settur á nokkrum stöðum á höfuð­borgar­svæðinu á mis­munandi tímum og í hann geta öll þau sem ekki hafa fengið bólu­setningu komið og látið bólu­setja sig gegn Co­vid. „Ég vona til að það virki vel“, segir Þór­ólfur.

Nú er hafið bólu­setningar­á­tak þar sem lands­mönnum stendur til boða að fá örvunar­skammt með bólu­efni Pfizer. Enn liggja ekki fyrir leið­beiningar frá yfir­völdum varðandi örvunar­skammt fyrir þá sem fengið hafa Co­vid eftir bólu­setningu.

„Við eigum eftir að skoða þetta betur með þá sem hafa fengið Co­vid og þá sem hafa verið bólu­settir. Það er hugsan­legt að við lítum á Co­vid eins og bólu­setningu númer tvö. Þá yrði kannski kallað í bólu­setningu fimm til sex mánuði eftir að þú veiktist af Co­vid. Það væri kannski skyn­sam­legt,“ segir sótt­varna­læknir.

Hann segir Delta-af­brigðið ráðandi hér og sí­fellt berist ný undir­af­brigði þess í gegnum landa­mærin. „Við erum alltaf að fá ný af­brigði inn, undir­af­brigði af Delta-af­brigðinu. Þau hrannast inn með fólki sem kemur frá út­löndum. Delta-af­brigðið er enn yfir­gnæfandi og er í sókn núna, sér­stak­lega hérna í Evrópu. Það er erfitt til að segja til um það hvað það verður lengi í gangi.“

Líkt og flestir hafa orðið varir við er mikið um pestir í sam­fé­laginu núna, ó­líkt því sem var síðastasta vetur. „Það er meira um öndunar­færa­sýkingar núna en oft áður. Við sjáum það sér­stak­lega hjá krökkum yngri en fimm ára og líka niður­gangs­pestir. Þetta er þessi tími.“