Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir telur það rétt af al­þjóða­sam­fé­laginu að bregðast hart við Ómíkron-af­brigði kórónu­veirunnar sem hefur gert sig gildandi að undan­förnu.

Yfir­völd víða hafa gripið til þess ráðs að loka landa­mærum sínum eða takmarka aðgengi að þeim vegna nýja af­brigðisins. Ísraels­menn brugðu til dæmis á það ráð að banna komur annarra en ísraelskra ferða­manna til landsins og þá hafa Bretar sett tak­markanir á ferða­menn frá á­kveðnum löndum í suðurhluta Afríku.

Betra að vera skrefinu á undan

Þór­ólfur Guðna­son var í við­tali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði hann ljóst, af við­brögðunum að dæma, að menn vilji hafa varann á og ekki láta taka sig í bólinu.

„Það er betra að vera einu skrefi á undan og slaka þá á ef þetta reynist ekki al­var­legt,“ sagði Þór­ólfur sem tók fram að lítið væri vitað um hið nýja af­brigði. Hann telur að þetta af­brigði sé komið víða.

Þór­ólfi var bent á að heil­brigðis­yfir­völd í ríkjum í sunnan­verðri Afríku væru ó­sátt við hin ofsa­fengnu við­brögð vegna nýja af­brigðisins. Bent hafi verið á að veikindi af völdum nýja af­brigðisins væru til­tölu­lega væg.

„Það er auð­vitað á­nægju­legt ef þau segja þetta,“ sagði Þór­ólfur og bætti við að á­hyggjurnar beinist að þeim mikla fjölda stökk­breytinga sem eru í aðal­prótíni veirunnar. Það ráði því hvernig veiran hegðar sér, hvernig hún smitast og hvernig mót­efni myndast gegn henni.

„Það eru um 30 breytingar á þessu eina prótíni ég held að það sé það sem menn eru hræddir við.“

Þokast í rétta átt hér heima

Þór­ólfur sagði að það tæki um tvær vikur að sjá hvort mót­efni sem myndast af bólu­efnum virki á þessa veirur eða ekki. Þór­ólfur telur þó skyn­sam­legt að taka á þessu svona frekar en að vakna upp við vondan draum að nokkrum viknum liðnum.

Hljóðið í Þór­ólfi varðandi stöðuna hér heima var nokkuð létt í morgun og segir hann að yfir­standandi bylgja sé að mjakast niður á við hægt og ró­lega. Helgin hafi verið ágæt og á laugar­dag og sunnu­dag hafi undir hundrað smit greinst hvorn dag.