Þór­ólfur Guðna­son sótt­varnar­læknir segist ó­sam­mála Kára Stefáns­syni for­stjóra Ís­lenskrar erfða­greiningar um að af­nema eigi öllum fjölda­tak­mörkunum innan­lands.

„Ég held við ættum að fara hægt í af­léttingar og byggja á þeirri reynslu sem við höfum og líta til þess sem gerðist í júlí síðast­liðnum. Við þurfum að fara hægt í sakirnar og taka eitt skref í einu. Ég tel það öruggast að fara ekki of hratt, held það sé mikil­vægt að hafa stöðug­leika í þessu. Ég er hræddur um að ef við förum að slaka á öllum tak­mörkunum þá geti orðið bak­slag. Það gæti jafn­vel kallað á ein­hverjar að­gerðir sem við erum að reyna að forðast,“ segir Þór­ólfur.

Þór­ólfur telur að­gerðirnar á landa­mærunum séu að skila árangri. „Við höfum náð að greina mjög marga og marga sem hafa engin tengsl inn í landið og fara ekki í skimun. þeir ein­staklingar hafa borið inn veiruna en eru miklu ó­lík­legri að bera smit á milli manna, heldur en þeir sem eru með tengsla­net og eru það þeir sem við viljum ná,“ segir Þór­ólfur.

Börn fjölmennasti hópur meðal smitaðra

Fjöl­mennasti hópur smitaðra hér­lendis eru börn á aldrinum 6-12 ára, en segir Þór­ólfur ekki hafa heyrt af barni sem hefur þurft að leggjast inn á sjúkra­hús.
Þór­ólfur bendir á að þrátt fyrir allt eru al­var­leg veikindi miklu fá­tíðari meðal barna heldur en hjá full­orðnum. „Delta af­brigðið hefur þó valdið meiri veikindum hjá börnum en fyrri af­brigði hafa gert en það eru samt svo fá til­felli hér­lendis að töl­fræðin er ekki alveg mark­tæk,“ segir hann.

Þór­ólfur telur bylgjuna vera á hægri niður­leið

„Þetta er að sveiflast að­eins á milli daga en mér sýnist það vera á hægri niður­leið. Hversu langt þetta fer niður er ó­mögu­legt að segja. Mér finnst ó­lík­legt að við að náum að upp­ræta þetta alveg og munu tölurnar lík­lega sveiflast upp og niður á­fram.“