Al­manna­varnir munu halda upp­lýsinga­fund klukkan 14 í dag til að fara yfir stöðu mála á landinu eftir að hertar sam­komu­tak­markanir taka gildi nú á há­degi. Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir snýr aftur á fundinn eftir viku­langt frí en Kamilla Sig­ríður Jósefs­dóttir, sér­fræðingur í sótt­vörnum hjá Land­læknis­em­bættinu, hefur starfað sem stað­gengill hans á meðan.

Hertar sam­komu­tak­markanir og tveggja metra reglan, sem taka gildi í dag, voru kynntar á blaða­manna­fundi í gær. Þær voru sam­þykktar til tveggja vikna en Svan­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í gær að staðan yrði endur­metin dag­lega. Þannig gætu tak­markanirnar, sem nú miða við hundrað manns, varað lengur eða skemur en þær tvær vikur sem miðað er við.

Fjöldi greindra innan­lands­smita næstu daga og rakning á þeim smitum sem hafa greinst síðustu vikuna hlýtur að ráða þar úr­slitum. Ó­víst er hve út­breidd veiran er í sam­fé­laginu og hvaðan hún hefur borist.

Búist er við nýjum tölum um fjölda nýrra smita sem greindust á landinu í gær klukkan 11 í dag. Þó er vitað að þau voru alla­vega nokkur því Kamilla Sig­ríður sagði í sam­tali við mbl.is í gær að alla­vega fimm til tíu smit hefðu greinst eftir há­degi þann daginn.