Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, býst við því að skila yfir­völdum minnis­blaði í dag um af­léttingar sótt­varna­að­gerða en þær hörðu að­gerðir sem nú eru í gildi renna út á fimmtu­dag. Þær tóku gildi á mið­nætti 25. mars.

„Mér líst nokkuð vel á þetta, þetta er á­gætt. En það voru reyndar tekin færri sýni í gær, það er gjarnan þannig um helgar að það eru tekin færri sýni. Við sjáum hvernig þetta verður á morgun og hinn,“ segir Þór­ólfur og vísar þar til þess að að­eins eitt smit hafi greinst í gær, en það var ein­stak­lingur sem var í sótt­kví.

Þór­ólfur býst við því að hann skili minnis­blaði um næstu að­gerðir til stjórn­valda í dag og vonast til þess að það verði hægt að fara í ein­hverjar til­slakanir.

„Ég bind vonir við það. Við lögðum upp með þessar að­gerðir fyrir þremur vikum með því for­orði að með því að fara í svona harðar að­gerðir strax í byrjun, þegar hóp­sýkingarnar voru að koma fram, myndi þýða að við gætum byrjað að slaka á fyrr og mér sýnist það geta gengið eða bind vonir við það alla­vega,“ segir Þór­ólfur og segir að til­slakanir muni byggja á þeim árangri sem við náðum í þriðju bylgju far­aldursins.

Vill ekki séropnun fyrir bólusetta eða þau sem hafa smitast

Þór­ólfur vill ekkert, eins og áður, gefa upp um það hvað segir í minnis­blaðinu og segir að það skipti ekki eins miklu máli og það sem að ráð­herra á­kveður svo að gera við ráð­leggingar hans. Spurður út í til­lögur, meðal annars Hildar Björns­dóttur borgar­full­trúa, um að opna sund­laugar, eða sund­laug fyrir eldri borgara sem hafa verið bólu­sett segir Þór­ólfur að, eins og áður, sé hann ekki hrifinn af hug­myndum um að annað gildi um bólusetta og þau sem hafa smitast en hina.

„Mér finnst það ekki vera sniðug hug­mynd að búa til sér­leiðir og til­slakanir fyrir þau sem eru bólu­settir eða hafa fengið CO­VID-19. Það væri erfitt og myndi vekja upp alls­konar spurningar. Við erum svo að sjá það að þau sem eru bólu­sett geta borið með sér smit, við erum með stað­festingu á því og líka þau sem eru með CO­VID—19. Þannig ég er ekki viss um að það sé tíma­bært og reikna ekki með því,“ segir Þór­ólfur.

Smitrakning gengur vel

Spurður um þau smit sem hafa greinst frá því að harðar tak­markanir tóku gildi segir Þór­ólfur að það hafi tekist að greina og rekja flest smitin og hvernig þau komust inn í landið, utan hóp­sýkingarinnar í grunnskólum í mars.

„Rakningin hefur gengið vel og við getum rakið þau smit sem heyra saman. Það hefur gengið nokkuð vel og flest smitin höfum við getað rakið til landa­mæranna hvernig þau komu inn. Myndin er því nokkuð skýr nema þetta stóra smit sem kom upp í skólunum,“ segir Þór­ólfur.

Hann segir að flest smitin sem komi í gegnum landa­mærin hafi dreifst vegna þess að fólk hefur ekki haldið sótt­kví eða ein­angrun eins og það átti að gera.

„Það hefur þá smitað sína nánustu og svo hefur það haldið á­fram,“ segir hann.

Þórólfur segir að við þurfum að ná meiri útbreiðsslu á ónæmi með bólusetningum.
Fréttablaðið/Valli

Mikilvægt að passa sig áfram næstu daga

Hvað varðar góðan árangur undan­farna daga segir Þór­ólfur að það sé ekki endi­lega eitt sem kveði á um það. Smitrakning gangi vel og sótt­kvíar­hótelið hjálpi til.

„Að­gerðirnar sem eru í gangi og al­menningur sem passar sig og fer eftir reglum. Hópa­myndanir og sam­gangur er í lág­marki með þessum reglum sem eru í gangi. Allt stuðlar þetta að því að draga úr líkum á út­breiðslu á smiti,“ segir Þór­ólfur.

Hann segir að fólk þurfi að halda út að­gerðirnar næstu daga og minnir á að far­aldrinum sé ekki lokið og segir að það sé nauð­syn­legt að ná betri út­breiðslu á bólu­setningum.

„En það horfir mjög vel með bólu­efni. Það er verið að gefa í og fram­leið­endur eru að auka af­kasta­getu sína og fram­leiðslu­getuna og við þurfum að ná meiri út­breiðslu á ó­næmi með bólu­setningunum og passa okkur og geta þá slakað á, sér­stak­lega innan­lands á meðan far­aldurinn er í svo miklum vexti er­lendis og þannig þurfum við að halda á­fram og sjá hvernig þetta er svo við getum slakað á svo við getum gert það á sam­ræmdan og upp­byggi­legan máta,“ segir Þór­ólfur að lokum.