Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur skilað Svan­dísi Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra til­lögum að næstu skrefum í sótt­vörnum vegna kórónu­veirunnar hér á landi. Sú reglu­gerð sem nú er í gildi rennur út á mið­viku­dag og segir Þór­ólfur að þrír kostir séu í stöðunni.

Í fyrsta lagi að halda ó­breyttu á­standi, í öðru lagi að ráðast í til­slakanir í skrefum og í þriðja lagi að af­létta alveg. Að­spurður, í há­degis­fréttum Bylgjunnar, sagðist Þór­ólfur ekki vita hvaða á­kvörðun hann myndi taka.

„Eins og ég hef sagt áður held ég að það séu for­sendur núna til til­slakana og Land­spítalinn hefur líka gefið það út. Ég það séu allar for­sendur til þess. Ég held að við þurfum bara að horfa á hvað gæti gerst og vera til­búin til að bregðast við því,“ sagði Þór­ólfur.

Þór­ólfur var gagn­rýndur nokkuð á dögunum þegar hann lét að því liggja að var­huga­vert gæti verið að ráðast í miklar til­slakanir vegna RS-veirunnar og in­flúensu.

Spurður frekar út í þau um­mæli benti Þór­ólfur á að þessar tvær veiru­sýkingar gætu valdið auknu á­lagi á heil­brigðis­kerfið.

„Meira á­lagi en áður, sem myndi þá gera þol okkar á spítalanum fyrir Co­vid-19 enn minna. Ég held að við þurfum að horfa á þol spítalans og mér finnst það mjög ó­á­byrgt ef stjórn­völd vilja ekki skoða þann mögu­leika og skoða þetta í þessu ljósi,“ sagði Þór­ólfur meðal annars.