Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir ekki tíma­bært að ræða harðari sótt­varna­að­gerðir en met­fjöldi Co­vid-smita greindist innan­lands í gær er þau voru 206. Bíða þurfi og sjá hvernig málin þróast en harðari sam­komu­tak­markanir tóku gildi að­fara­nótt laugar­dags.

„Það tekur alltaf ein­hverja daga að sjá árangur, sér­stak­lega þegar veiran hefur náð að dreifa svona mikið úr sér í sam­fé­laginu eins og hún greini­lega hefur gert. Við þurfum að sjá hvernig þessi vika verður og meta þá árangurinn í viku­lokin. Það er ekki mark­tækt að leggja mat á það núna.“

Sökum þess mikla fjölda smita sem greinst hefur undan­farið er mikið álag á smitrakningu.

„Það er náttúr­lega ekki hægt að gera það eins ná­kvæm­lega áður, það er að segja með svona mikinn fjölda. Það er líka mikið álag á Co­vid-göngu­deild og eftir­lit með veikum verður kannski ekki jafn ná­kvæmt og áður, þó eru menn að reyna að breyta verk­laginu þannig að við missum ekki af ein­hverjum al­var­legum veikindum. Þetta er það sem við höfum verið að benda á, um leið og það koma svona mörg smit fer að hrikta í kerfinu okkar all staðar. Mér sýnist það vera að gera það núna.“

Ung­menni bólu­sett í Laugar­dals­höll í sumar.
Fréttablaðið/Anton Brink

Í Banda­ríkjunum hefur verið veitt heimild til að bólu­setja börn á aldrinum fimm til ellefu ára með bólu­efni Pfizer. Hið sama er ekki uppi á teningnum í Evrópu en mikið af smitum hér­lendis nú eru meðal barna. Þór­ólfur segir að væntan­lega fáist heimild til slíkra bólu­setninga í desember. „Við bíðum eftir að bólu­efnið fáir markaðs­leyfi, kannski búist við því að við fáum fréttir af því núna í desember. Við bíðum eftir því.“

Gæti hafist eftir ára­mót

Hann segir að ef leyfi fáist í desember megi búast við því að bólu­setning aldurs­hópsins fari af stað eftir ára­mót. Í gær hófst nýtt bólu­setningar­á­tak þar sem lands­menn fá örvunar­skammta, auk þess sem á­fram er hægt að fá grunn­bólu­setningu. Mikið álag er á heilsu­gæslunni sem hefur um­sjón með bólu­setningum.

„Þetta verður auka álag á heilsu­gæslunna, þannig að ég á ekki von á því að við gætum ekki byrjað af neinu viti ef að svo færi að á­kveðið væri að bjóða börnum að fá bólu­setningu, það er ekki víst að hægt væri að byrja á því al­menni­lega fyrr en eftir ára­mótin“

Mikið hefur verið rætt um þann hóp sem enn er óbólu­settur og hvernig skal ná til hans. „Við höfum verið að vinna það verk­efni með heilsu­gæslunni og ráðu­neytinu, að reyna að ná þessu fólki inn. En við vitum ekki ná­kvæm­lega hvar þetta fólk er. Það er verið að gera allt sem hægt er. Það er alltaf ein­hver hópur sem við náum ekki í, fólk sem er kannski ekki hér á landi. Svo er náttúru­lega ein­hver hópur sem vill alls ekki láta bólu­setja sig. Við vitum ekki ná­kvæm­lega hverju það mun skila en við erum að gera okkar besta til að ná til þessa hóps.“

Bólu­setningar­skylda ekki til skoðunar

Víða um heim hefur verið sett bólu­setningar­skylda fyrir á­kveðnar starfs­stéttir, einkum í heil­brigðis­kerfinu. Þór­ólfur segir það ekki til skoðunar lög­form­lega en sjúk­lingar á heil­brigðis­stofnunum eigi rétt á því að hætta á smitum þar sé eins lítil og mögu­legt er.

„Það er ekki til skoðunar lög­form­lega en það hefur verið rætt hvort að vinnu­veit­endur, hvort þeir geti skyldað fólk sem er að vinna á­kveðin störf þar sem á­hætta er á smiti og á­hætta er á að fólk geti smitað aðra að skylda fólk í bólu­setningu, að öðrum kosti þurfi fólk að vera í öðrum störfum. Þetta hefur mikið verið rætt, ekki bara með Co­vid-bólu­setningar heldur ýmsar aðrar bólu­setningar. Ég veit ekki ná­kvæm­lega hvernig þetta er út­fært á ein­staka stöðum. Mér finnst það ekkert ó­eðli­legt þar sem fólk er að vinna með mjög við­kvæma ein­stak­linga, að fólki sé gert skylt að fara í bólu­setningu. Bólu­setningin dregur úr líkum á smiti, hún dregur úr líkum á al­var­legum veikindum og hún dregur úr líkum á því að við­komandi smiti út frá sér ef hann smitast. Það er til mikils að vinna. Á heil­brigðis­stofnunum eiga sjúk­lingar rétt á því að á­hættan á því að þeir smitist sé eins lítil og mögu­legt er.“

Grímu­skyldan tók aftur gildi á mið­viku­daginn.
Fréttablaði/Ernir Eyjólfsson

Austur­ríki hefur sett á út­göngu­bann á óbólu­setta og í mörgum ríkjum heims hafa strangari sótt­varna­reglur verið settar á þá sem ekki eru bólu­settir gegn Co­vid-19. Sótt­varna­læknir segir að rætt hafi verið um slíkar að­gerðir hér á landi.

„Það hefur ekki verið skoðað al­var­lega hérna en hefur verið rætt. Það er þannig að þó að það séu meiri líkur á því að óbólu­settir smitist og það eru hlut­falls­lega miklu meiri líkur á að óbólu­settir leggist inn á spítala og veikindi þeirra séu al­var­legri en bólu­settra og þurfi að vera lengur á spítala. Bólu­settir eru líka að veikjast og bólu­settir eru líka að leggjast inn á spítala. Þetta er ekki klippt og skorið þó að líkurnar séu meiri. Það orkar tví­mælis hvort að hægt sé að setja strangari að­gerðir á óbólu­setta. Það sem við erum að vonast til er að örvunar­bólu­setningin muni skila mjög miklu, bæði til að koma í veg fyrir smit og al­var­leg veikindi. Þá getum við farið að tala um það hvort að þeir sem fari í örvunar­bólu­setningu þurfi að undir­gangast sömu ströngu kröfur og aðrir. Þá horfum við á þetta út frá far­sóttar­sjónar­miðum og smit­hættu. Það er eitt­hvað sem við þurfum að skoða þegar við förum að öðlast meiri reynslu af örvunar­bólu­setningunni.“

Nú hefur far­aldur Co­vid-19 staðið í að verða tvö ár og segir Þór­ólfur að draga megi mikinn lær­dóm af við­brögðum við honum hér á landi.

„Það er hellingur. Það er stór spurning sem þarf að svara, ekki bara út frá mínum sjónar­hóli. Það er vinna á vegum stjórn­valda að fara yfir hvað var gert og hvaða lær­dóm við getum dregið af því. Það er hellingur sem við þurfum að setja niður fyrir okkur og á­kveða hvernig bæði hvernig við ætlum að haga okkar undir­búningi og við­brögðum, ætlum við að gera það ein­hvern veginn öðru­vísi, þegar næsti far­aldur kemur. Við munum fá ein­hvern tíma annan far­aldur.“