Að sögn Þór­ólfs Guðna­sonar, sótt­varna­læknis, er far­aldurinn á niður­leið hér á landi heil yfir litið. Vísir greinir frá.

„Kúrfan undan­farið hefur verið niður á við. Fjöldinn hefur verið að fækka hægt og bítandi og gott að sjá þessar tölur í gær. En við eigum örugg­lega eftir að sjá ein­hverja aukningu á morgun og kannski þriðju­dag, það er venju­lega þannig eftir helgarnar en ég held að maður geti sagt í heildina tekið að þetta sé að sigla niður,“ segir Þór­ólfur í sam­tali við Vísi.

Átta­tíu greindust með kóróna­veiruna innan­lands í gær og tíu á landa­mærunum. Þá hafa tólf manns greinst með Ó­míkron af­brigðið hér á landi. Öll til­fellin eru enn sem komið er bundin við Akra­nes og hinir smituðu eru með til­tölu­lega væg ein­kenni.

Ekki mikið um al­var­leg veikindi

Þór­ólfur segir að sam­kvæmt upp­lýsingum er­lendis frá sé fólk ekki af veikjast al­var­lega vegna af­brigðisins.

„Þetta af­brigði er að greinast víða og eftir því sem ég sé í til­kynningum sem berast er­lendis frá þá er ekki mikið um al­var­leg veikindi sem betur fer og ég vona að það haldist þannig. En síðan þurfum við að sjá hvernig þessar rann­sóknir koma út sem kanna hvort bólu­efnin verndi gegn þessu af­brigði en það er ljóst að margir eru bólu­settir og flestir full­bólu­settir hjá okkur. Það er bara spurning hvort bólu­setningin sé að milda sjúk­dóminn veru­lega þannig það á margt eftir að skýrast.“

Þórólfur skilaði heil­brigðis­ráð­herra nýju minnis­blaði í gær en eins og áður vill hann ekki gefa upp efni þess fyrirfram.