Sótt­varna­læknir, Þór­ólfur Guðna­son, ráð­leggur í­búum á Ís­landi frá því að ferðast til til­tekinna landa í Afríku að nauð­synja­lausu. Hann hefur upp­fært ráð­leggingar vegna ferða­laga vegna hraðrar út­breiðslu Omicron af­brigðis SARS-CoV-2 veirunnar (B.1.1.529) í S-Afríku og greiningar af­brigðisins í löndum utan Afríku í kjöl­far ferða­laga.

Í til­kynningu á vef land­læknis­em­bættisins segir að Ís­land fylgi ferða­tak­mörkunum á ESB/Schen­gen-svæðis og er vakin at­hygli á því að mælt hefur verið með að flug frá á­kveðnum löndum fái ekki að koma til Evrópu vegna út­breiðslu nýja af­brigðisins.

Löndin sem um ræðir eru: Botsvana, Esvatíní, Lesótó, Mó­sambík, Namibía, Suður Afríka og Zimba­bwe.

Fram kemur í til­kynningunni að mögu­legt sé að fleiri lönd bætist á listann eftir því sem upp­lýsingar berast um frekari út­breiðslu.

Bólu­settir ein­staklingar sem hafa komið dvalið í þessum löndum lengur en sólar­hring síðast­liðna 14 daga eru hvattir til að gæta vel að sótt­vörnum og fara í sýna­töku til PCR greiningar fimm dögum eftir komuna til landsins þótt þeir hafi farið í sýna­töku innan tveggja daga eftir komu.

Bólu­settir ein­staklingar sem koma hér eftir til landsins frá þessum löndum eru hvattir til að fara í PCR sýna­töku við komu, fylgja reglum um sótt­kví og endur­taka sýna­töku eftir 5 daga.

Ein­faldast er þá að skrá sig óbólu­settan í for­skráningu og fá þá sjálf­krafa strika­merki fyrir PCR við komu og aftur eftir 5 daga, en einnig er hægt að panta sýna­töku skv. til­mælum sótt­varna­læknis í Heilsu­veru eða með að­stoð 1700 eins og um ein­kenna­sýna­töku væri að ræða. Óbólu­settir ein­staklingar sæta eftir sem áður sótt­kví skv. reglu­gerð sem má stytta með sýna­töku á 5. degi.

Sjá ráð­leggingar sótt­varna­læknis vegna ferða­laga í heild hér.