Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, segir að fjöldi smita í dag komi ekki endi­lega á ó­vart, en að fjöldinn sé þó að­eins meiri en hann bjóst við. Alls greindust 204 smit í gær, þar af 194 innan­lands.

„Þetta var dá­lítill toppur í gær og það hafa verið svona toppar á mánu­dögum og þriðju­dögum og það var við­búið að þetta myndi gerast núna en þetta er kannski ó­þægi­lega hár toppur sem kom í gær.“

Hann segir að ef sé litið til þróunar far­aldursins þá sé þróunin yfir lengri tíma þannig að við séum komin á toppinn þó erfitt sé að vita það.

„Eins og svo oft áður þá þurfum við að skoða þetta í stærra sam­hengi við það sem er að gerast. Hvort við erum að fara upp á við raun­veru­lega, eða ekki,“ segir Þór­ólfur.

Flest smitin eru á höfuð­borgar­svæðinu en þó er tals­verður fjöldi smita á Suður­nesjum, Suður­landi, Norður­landi eystra og á Vestur­landi.

Enn óákveðið hvort að yngri börn verði bólusett

Yfir 500 af þeim rúm­lega 1.700 sem eru smituð eru börn og stærstur hluti þeirra barna sem eru í ein­angrun eru 6 til 12 ára. Spurður hvort að það sé verið að þrýsta á að þessi aldurs­hópur verði bólu­settur segir Þór­ólfur að það sé enn til skoðunar hvort að þessi hópur barna verði bólu­settur.

„Við erum ekki búin að fá frá Lyfja­stofnun Evrópu og við fáum ekki bólu­efni fyrir börn fyrr en í lok desember þannig þetta er á­kveðnum tak­mörkunum háð,“ segir Þór­ólfur og að enn sé verið að skoða ýmis gögn hvað varðar smit barna og bólu­setningar þeirra.

„Til dæmis hversu mörg börn eru að leggjast inn á þessum aldri, en þau eru ekki mörg og hversu mörg börn hafa veikst al­var­lega þó þau séu ekki lögð inn,“ segir Þór­ólfur.

En þau smita aðra, þannig þarf ekki að taka mið af því?

„Bólu­setning barna þarf fyrst og fremst að taka mið af því hags­munum barnanna. Hvort að þau veikist al­var­lega og hvernig það líti út. En svo þarf líka að skoða heildar­hags­muni. Þetta er stór hópur sem er að smitast og smita aðra og þau eru kannski dá­lítið drif­krafturinn í þessari bylgju sem við erum að sjá núna. Þetta eru tvö sjónar­mið sem þarf að skoða. Ef börn væru ekkert að smitast og ekki að veikjast al­var­lega þá orkar það tví­mælis að bólu­setja þau bara til að stöðva far­aldurinn af.“

Ekkert frekar að skoða hertar aðgerðir

En ertu að skoða hertar að­gerðir fyrir jólin?

„Ekkert frekar en áður. Þetta er í mati frá degi til dags og alltaf verið að skoða þróun og hvort það þurfi að gera eitt­hvað annað. Það er sama gamla góða sagan,“ segir Þór­ólfur.

Moderna eða Pfizer fyrir þungaðar og konur með börn á brjósti

Nú er verið að boða þúsundir í örvunar­bólu­skammt. Spurður hvort að mælt sé sér­stak­lega með ein­hverju bólu­efni fyrir þungaðar konur og konur með barn á brjósti segir Þór­ólfur að þau hafi helst notað Pfizer og Moderna og að það sé ekki endi­lega verið að blanda bólu­efnum fyrir þennan hóp.