Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir að tuttugu ein­staklingar hér á landi hafi greinst með Ó­míkron-af­brigði kórónu­veirunnar. Þessi smit tengjast ferðum frá út­löndum: Nígeríu, Dan­mörku, Ír­landi og Þýska­landi.

Fjöldi smitaðra undan­farna daga hefur haldist nokkuð stöðugur og greindust alls 130 smit hér á landi í gær. Í pistli á vef Co­vid.is bendir Þór­ólfur þó á að ný­gengi hafi minnkað hægt og bítandi undan­farnar dagar og vikur. Enn séu þó að koma upp hóp­sýkingar sem hægja á þeirri fækkun sem vonast hafði verið eftir.

„Nokkrar hóp­sýkingar hafa komið upp í tengslum við standandi jóla­hlað­borð og er fyllsta á­stæða til að hvetja alla til að af­leggja standandi hlað­borð en af­greiða þess í stað gesti í sæti. Einnig eru hóp­smit að koma upp hjá fólki sem dregið hefur að fara í sýna­töku og er því enn og aftur á­stæða til að hvetja alla sem eru með ein­kenni sem bent geta til CO­VID-19 að fara í PCR próf og halda sig til hlés þar til niður­staða liggur fyrir.“

Þau Ó­míkron-smit sem greinst hafa hér á landi tengjast enn sem komið er einu smiti frá Nígeríu. Af þeim tuttugu sem hafa greinst eru 18 full­bólu­settir með tveimur skömmtum og tveir höfðu fengið örvunar­skammt. Enginn er al­var­lega veikur enn sem komið er.

„Það er ljóst að Ó­míkron-af­brigðið hefur dreifst víða og lík­legt að það fyrir­finnist í flestum löndum. Enn er ekki hægt að full­yrða hvort það valdi al­var­legri ein­kennum en Delta-af­brigðið og á þessari stundu er ekki ljóst hvort þeir sem fengið hafa CO­VID-19 eða verið bólu­settir séu verndaðir gegn smiti.“

Þór­ólfur segir að þar sem Delta-af­brigði kóróna­veirunnar sé enn í miklum meiri­hluta hér og er­lendis þá sé mikil­vægt að allir mæti í bólu­setningu og þiggi jafn­framt örvunar­skammt. Á­vinningur af bólu­setningu og sér­stak­lega örvunar­skammti sé ó­tví­ræður.