Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir er með kvef og var því ekki viðstaddur upplýsingafund almannavarna í dag.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, sagði á fundinum í dag að Þórólfur hefði fundið fyrir kvefeinkennum og væri því að vinna heima.

Hann hefur ekki greinst með COVID-19. „Þórólfur fann fyrir kvefeinkennum og fór í sýnatöku í morgun og var neikvæður,“ útskýrði Víðir og tók fram að Þórólfur sendi bestu kveðjur.

„Við höfum verið að mæla með að ef fólk getur unnið heima að gera það.“