Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mælir ekki lengur gegn faðmlögum.

„Það hafa allir leyfi til að faðma sína nánustu, það er enginn sem bannar það," sagði Þórólfur á upplýsingafundi Almannavarna í hádeginu.

Faðmlögin eru leyfileg á ný.
Ljósmynd/Almannavarnir

Hann mælir þó með því að fólk fari varlega, sérstaklega þegar það kemur að því að faðma ókunnuga en það sé ekkert sem banni fólki að halda þétt utan um sína nánustu ef allir eru við góða heilsu.

Vel hefur gengið að ná tökum á far­aldrinum hér­lendis undan­farið. Nánast engin innan­lands­smit hafa greinst síðustu vikur og smit utan sótt­kvíar greindist síðast þann 1. febrúar, fyrir 25 dögum síðan.

Í ljósi þess að far­aldurinn er á undan­haldi hér­lendis hefur verið tekin á­kvörðun um að upp­lýsinga­fundir verði að­eins haldnir einu sinni í viku héðan í frá og fer næsti fundur fram á fimmtu­daginn í næstu viku.