Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, segir í til­kynningu á vefnum Co­vid.is að fyllsta á­stæða sé til að hafa á­hyggjur af þróun Co­vid-far­aldursins á Ís­landi.

„Undan­farnar vikur hefur nokkuð hröð fjölgun sést á greindum smitum af völdum Co­vid-19 hér á landi. Smitin hafa greinst í svo til öllum lands­hlutum, um 50% voru í sótt­kví við greiningu og um 50% full bólu­settir. Í gær greindust 80 ein­staklingar innan­lands og er 14 daga ný­gengi nú komið upp í um 230 á 100.000 íbúa. Þetta er með því mesta sem sést hefur frá því far­aldurinn hófst,“ segir Þór­ólfur en frá og með í dag mun hann, dag­lega, fara yfir stöðu far­aldursins í færslum sem verða birtar á vefnum.

Í færslunni kemur enn fremur fram að inn­lögnum hafi fjölgað á Land­spítalanum og að þar liggi nú ellefu ein­staklingar og einn á gjör­gæslu.

„Síðustu vikur og mánuði hafa um 2% þeirra sem greinast lagst inn á sjúkra­hús, 0,4% lagst inn á gjör­gæslu­deild og um 0,2% þurft að­stoð öndunar­véla. Um helmingur inn­lagðra var full bólu­settur,“ segir Þór­ólfur.

Þór­ólfur segir að með vaxandi af­léttingum sótt­varna­tak­markanna þá hafi smitum fjölgað og segir að það sé greini­legt að ein­stak­lings­bundnar sótt­varnir duga ekki til að halda far­aldrinum í skefjum.

„Þó að út­breidd bólu­setning komi í veg fyrir smit og einkum al­var­leg veikindi þá virðist hún ekki duga til að stöðva þá bylgju sem nú er í gangi né heldur að koma í veg fyrir inn­lagnir al­var­legra veikra,“ segir Þór­ólfur og hvetur al­menning til að huga vel að ein­stak­lings­bundnum sótt­vörnum svo síður þurfi að koma til opin­berra tak­markana á um­gengni fólks.

„Munum að margar inn­lagnir á sjúkra­hús koma ekki einungis niður á um­önnun þeirra sem veikst hafa al­var­lega af CO­VID-19 heldur einnig annarri mikil­vægri þjónustu,“ segir hann að lokum.

Færsluna er hægt að lesa hér.