Ljóst er að marg­ir eru orðn­ir lang­þreytt­ir á á­stand­in­u vegn­a Co­vid-far­ald­urs­ins. Þór­ólf­ur Guðn­a­son sótt­varn­a­lækn­ir seg­ist ekki fær um að meta hvern­ig stemn­ing­in sé í þjóð­fé­lag­in­u, þeg­ar út­lit er fyr­ir að grip­ið verð­i til að­gerð­a inn­an­lands til að hindr­a fram­gang veir­unn­ar. Rík­is­stjórn­in fund­ar um mál­ið á Egils­stöð­um síð­deg­is þar sem rætt verð­ur nýtt minn­is­blað sótt­varn­a­lækn­is.

Í gær greind­ust 76 smit inn­an­lands, 1.043 eru í sótt­kví og 371 í ein­angr­un.

Treyst­ir sér ekki til að meta stemn­ing­un­a í þjóð­fé­lag­in­u

„Ég veit ekki, ég hef svo sem eng­ar for­send­ur til að meta það. Eina sem mað­ur sér kannsk­i og heyr­ir er frá fólk­i sem er í kring­um mann og svo það sem mað­ur les í blöð­um og á sam­fé­lags­miðl­um. Ég veit ekki hvort að það er speg­ill þjóð­fé­lags­ins en ég held að það séu mis­mun­and­i skoð­an­ir eins og svo oft áður. Auð­vit­að held ég að flest­ir séu von­svikn­ir yfir þess­ar­i þró­un, ég held að það séu nú bara all­ir. Það þýð­ir ekki að láta það tefj­a það sem þarf að gera, það þarf að horf­a raun­sætt á mál­in, um hvað þett­a snýst. Nú erum við að sjá að það eru mjög marg­ir sem eru að grein­ast núna og verð­ur svo ör­ugg­leg­a svo næst­u daga að minnst­a kost­i,“ seg­ir Þór­ólf­ur.

Að­spurð­ur um það hvort gríp­a hefð­i átt fyrr inn í nú þeg­ar far­ald­ur­inn er í mikl­um vext­i seg­ir sótt­varn­a­lækn­ir að því fyrr sem grip­ið sé inn í þeg­ar far­ald­ur sé í upp­sveifl­u, því betr­a. „Þett­a verð­ur að ger­ast á þeim tím­a­punkt­i þeg­ar all­ir eru með, all­ir eru sátt­ir og vilj­a taka þátt í leikn­um. Það verð­ur að vera sam­a­stað­a um það, að mest­u leyt­i. Það get­ur tek­ið á­kveð­inn tíma,“ seg­ir Þór­ólf­ur.

Delt­a-af­brigð­ið ráð­and­i

Þór­ólf­ur seg­ir Co­vid-smit­in sem kom­ið hafa upp und­an­farn­a daga ekki tengj­ast nein­um sér­stök­um stöð­um. „Þett­a eru orðn­ir svo marg­ir. Eins og við höf­um bent á áður þá byrj­ar þett­a yf­ir­leitt á nokkr­um stöð­um og dreif­ir sér út um allt. Áður en við vit­um þá er ó­mög­u­legt að rekj­a þett­a sam­an,“ seg­ir hann.

„Við sjá­um í rað­grein­ing­unn­i að þett­a er á­fram lang­mest Delt­a-af­brigð­ið, það eru ein­staka til­fell­i af bresk­a af­brigð­in­u en mjög fá. Það eru mis­mun­and­i af­brigð­i af þess­u Delt­a-af­brigð­i þann­ig að þett­a kem­ur víða að.“

Rakn­ing smit­a gang­i hægt vegn­a fjöld­a þeirr­a og dreif­ing­u. „Það eru eng­ar tak­mark­an­ir í gang­i þann­ig að fólk er út um allt,“ seg­ir sótt­varn­a­lækn­ir. Að­spurð­ur um það hvort Em­bætt­i land­lækn­is hafi upp­lýs­ing­ar um fjöld­a þeirr­a sem nýta sér Co­vid-rakn­ing­ar­app­ið seg­ir Þór­ólf­ur þær ekki liggj­a fyr­ir. Hann seg­ist ekki vita um nein brot á sótt­kví.

„Við erum að sjá líka aukn­ing­u í inn­lögn­um, tveir inn­lagð­ir á Land­spít­al­ann í gær. Nú eru þrír inn­i­liggj­and­i og það eru fleir­i í eft­ir­lit­i hjá Co­vid-göng­u­deild sem get­ur bent til yf­ir­vof­and­i inn­lagn­ar. Mér sýn­ist þett­a vera að þró­ast í það að fleir­i gætu þurft á inn­lögn að hald­a. Ef út­breiðsl­an verð­ur enn­þá meir­i, þá eru bara fleir­i á þeim stað að þurf­a kannsk­i inn­lögn. Þett­a seg­ir sig nokk­uð sjálft.“

Í und­ir­bún­ing­i er að gefa þeim sem feng­u ból­u­efn­i Jans­sen aðra spraut­u með ból­u­efn­i Pfiz­er. Þór­ólf­ur seg­ir end­an­leg­a tím­a­setn­ing­u ekki liggj­a fyr­ir, á­kveð­inn tími þurf­i að líða mill­i ból­u­setn­ing­a en það verð­i vænt­an­leg­a í ág­úst.

Rík­is­stjórn­in fund­ar um minn­is­blað Þór­ólfs á Egils­stöð­um síð­deg­is.
Fréttablaðið/Ernir