Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir að engar breytingar séu fyrir­hugaðar á landa­mærunum hér vegna nýja Ó­míkron-af­brigðis kórónu­veirunnar. Af­brigðið hefur greinst hjá 57 ein­stak­lingum í 12 löndum á Evrópska efna­hags­svæðinu.

Í pistli á vef Co­vid.is segir Þór­ólfur að enn sé margt á huldu um eigin­leika Ó­míkron-af­brigðisins, til dæmis hvort það dreifir sér auð­veldar en Delta-af­brigðið, hvort veikindin séu frá­brugðin eða hvort fyrri sýking eða bólu­setning verndi gegn smiti eða al­var­legum veikindum.

Þór­ólfur segir að á næstu dögum sé búist við að nánari upp­lýsingar um þessi at­riði liggi fyrir.

Þór­ólfur segir í pistli sínum að allir þeir 57 sem greinst hafa með Ó­míkron á EES-svæðinu séu með til­tölu­lega væg ein­kenni og þá hafi engin dauðs­föll verið til­kynnt.

„Margir voru full­bólu­settir. Flestir hinna smituðu höfðu verið á ferð í Afríku en vitað er um nokkur til­felli í Skot­landi sem engin tengsl hafa við Afríku.“

Fjöl­mörg ríki hafa gripið til þeirra ráð­stafana að herða sótt­varna­að­gerðir á landa­mærum. Hvetur Þór­ólfur fólk sem hyggur á ferða­lög til út­landa að kynna sér vel tak­markanir á landa­mærum við­komandi landa.

„Á Ís­landi eru ekki breytingar fyrir­hugaðar á landa­mærum á þessari stundu en það gæti breyst hratt í ljósi nýrra upp­lýsinga um Ó­míkron-af­brigðið. Allir sem hingað koma og eru með tengsl innan­lands eru hvattir til fara í PCR sýna­töku sem fyrst við eða eftir komu og fara í frekari sýna­töku ef sjúk­dóms­ein­kenni gera vart við sig á fyrstu viku eftir heim­komu.“