Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, sagði á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag að hann væri ekki sam­mála Kára Stefáns­syni, for­stjóra Ís­lenskrar erfða­greiningar sem sagði í gær í við­tali á sjón­varps­stöðinni Hring­braut að hann teldi það ekki nauð­syn­legt að heil­brigðis­starfs­fólk væri í for­gangi fyrir bólu­efni því það hefði sýnt sig í þeirra mót­efna­mælingum að þau séu ekki út­settari fyrir smiti?

„Ég er ó­sam­mála Kára í þessu. Heil­brigðis­starfs­menn sem að eru í sjúk­linga­kon­takti þau verða í for­gangi hjá okkur og eru það líka sam­kvæmt til­mælum Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunar,“

Hann sagði að það yrði að leiðar­ljósi þegar á­kveðið verður hver verður í for­gangi fyrir bólu­setningu.

Vinna að skipulagningu hafin

Spurður hver beri á­byrgð á á­ætlun um for­gang sagði hann að það væri á könnu hans em­bættis en að for­gangs­röðun væri einnig hluti af reglu­gerð.

„Þessi bólu­setning eins og aðrar bólu­setningar eru á for­ræði sótt­varna­læknis og skipu­lagningin sam­kvæmt reglu­gerð og við erum að því,“ sagði Þór­ólfur á upp­lýsinga­fundinum.

Hann sagðist ekki vera til­búin að segja frá því hvernig röðun yrði háttað í for­gangi. Það væri vitað að ef það væri tak­markað magn myndi koma metingur á milli starfs­greina og að það yrði metið þegar og ef til þess kemur.

Hann sagði einnig frá þvi að það væri verið að vinna að skipu­lagningu bólu­setningarinnar og átti von á því að þeirri vinnu yrði lokið fyrir ára­mót. Heilsu­gæslan mun í flestum til­vikum sjá um bólu­setninguna þó að spítalarnir muni gera það í ein­hverjum til­fellum.

Hvað varðar sam­komu­tak­markanir þegar bólu­efnið er komið sagði Þór­ólfur að það fari allt eftir því hvernig far­aldurinn er hvort hægt væri að slaka á þeim. Það myndi einnig skipta máli hversu margir vilja fara í bólu­setningu og hversu mikil vernd verður af bólu­setningunni.