Þór­ólf­ur Guðn­a­son sótt­varn­a­lækn­ir er með nýtt minn­is­blað til heil­brigð­is­ráð­herr­a í vinnsl­u og ger­ir ráð fyr­ir því að það verð­i lagt fram fyr­ir helg­i. Nú­ver­and­i regl­u­gerð um sótt­varn­a­að­gerð­ir og sam­kom­u­tak­mark­an­ir gild­ir til 16. júní.

Í gær greind­ust eng­in COVID-19 smit inn­an­lands og ekki hef­ur greinst smit utan sótt­kví­ar í sex daga. Þór­ólf­ur seg­ir að búið sé að rekj­a þau smit sem kom­ið hafa upp að und­an­förn­u.

Að­spurð­ur um það hvort til­slak­an­ir séu í kort­un­um seg­ir Þór­ólf­ur að það sé tím­a­bært. „Við erum á góðr­i leið og ég vona að það verð­i hægt en það er ekki tím­a­bært að ræða hverj­ar mín­ar til­lög­ur verð­a, ráð­herr­a á eft­ir að fjall­a um það og á­kveð­ur svo end­an­leg­a hvern­ig út­færsl­an verð­ur,“ seg­ir hann.