Upp­lýs­ing­a­fund­ur al­mann­a­varn­a var hald­inn í dag klukk­an ell­ef­u þar sem Þór­ólf­ur Guðn­a­son sótt­varn­a­lækn­ir og Víð­ir Reyn­is­son yf­ir­lög­regl­u­þjónn fóru yfir stöð­un­a hvað varð­ar far­ald­ur Co­vid-19. Í gær greind­ust 78 Co­vid-smit inn­an­lands og 56 í fyrr­a­dag.

Víð­ir sagð­i okk­ur stand­a fyr­ir fram­an nýj­um ver­u­leik­a í bar­átt­u við veir­un­a. Það væri lít­ið ann­að í stöð­unn­i en að taka slag­inn við veir­un­a á­fram. „Við vit­um þó hvað við eig­um að gera,“ sagð­i hann.

Nýj­ar regl­ur taka gild­i á land­a­mær­un­um á mán­u­dag­inn en all­ir sem koma til lands­ins geta bók­að sýn­a­tök­u. Víð­ir hvatt­i fólk til að nýta sér það.

Þór­ólf­ur sagð­i að frá því að tak­mörk­un­um var af­létt um mán­að­a­mót hefð­i orð­ið mik­il aukn­ing á smit­um inn­an­lands und­an­farn­a 10 daga og ljóst væri að nýja bylgj­an væri í veld­is­vext­i. Síð­ust­u vik­un­a hafa 236 greinst með Co­vid-19, þar af 213 síð­ast­liðn­a viku. Stað­an væri von­brigð­i.

„Við vit­­um þó hvað við eig­­um að gera,“ sagð­­i Víð­ir á upp­lýs­ing­a­fund­in­um.
Fréttablaðið/Ernir

Sóttvarnalæknir sagð­i upp­lýs­ing­ar frá Ísra­el, þar sem stór hlut­i þjóð­ar­inn­ar er ból­u­sett­ur með ból­u­efn­i Pfiz­er, bend­a til þess að virkn­i ból­u­efn­a gegn Delt­a-af­brigð­in­u væri minn­i þó þau virð­ist veit­a góða vernd gegn al­var­leg­um veik­ind­um. Það er af­brigð­ið sem veld­ur flest­um smit­um hér en flest þeirr­a sem smit­ast hafa und­an­far­ið eru full­ból­u­sett, flest með ból­u­efn­i Jans­sen.

Minn­is­blað sent inn­an skamms

Sex eru und­ir eft­ir­lit­i á Co­vid-göng­u­deild og hugs­an­leg­a verð­i ein­hverj­ir lagð­ir inn á sjúkr­a­hús á næst­unn­i.

Þór­ólf­ur ætl­ar að send­a heil­brigð­is­ráð­herr­a minn­is­blað um til­lög­ur um sótt­varn­a­að­gerð­ir inn­an­lands. Hann vild­i ekki ræða efni þeirr­a en þörf væri á að­gerð­um. Ís­lend­ing­ar viss­u hvað þyrft­i að gera en sam­fé­lags­legr­a að­gerð­a væri þörf. Við­a­mikl­ar að­gerð­ir tækj­u tíma og yrðu gerð­ar í sátt við alla. Það þyrft­i þó að ger­ast eins fljótt og auð­ið er.

Allir sem ból­u­sett­ir voru með Jans­sen fá boð um auk­a­skammt, lík­leg­ast með ból­u­efn­i með Pfiz­er. Þett­a kemst til fram­kvæmd­a í lok ág­úst. Sama gild­ir um þau sem ekki hafa feng­ið nægj­an­leg­a mik­ið mót­efn­a­svar eft­ir ból­u­setn­ing­u. Til skoð­un­ar er að hefj­a ból­u­setn­ing­ar á börn­um.

„Má ekki slá okk­ur út af lag­in­u. Verð­um að bregð­ast við með þeim að­ferð­um sem við kunn­um og vit­um að virk­a. Sam­stað­an er okk­ar helst­a vopn,“ sagð­i Þór­ólf­ur.