Þór­ólf­ur Guðn­a­son sótt­varn­a­lækn­ir seg­ir töl­ur um COVID-19 smit gær­dags­ins já­kvæð­ar en þá greind­ist að­eins eitt smit og var við­kom­and­i í sótt­kví við grein­ing­u.

„Það er á­nægj­u­legt að sjá þess­ar töl­ur í gær en við þurf­um eins og áður að sjá hvað ger­ist,“ seg­ir hann að­spurð­ur um hvort til­slak­an­ir á sótt­varn­a­a­gerð­um, sem kynnt­ar voru í gær og eiga að taka gild­i á morg­un, muni taka gild­i eins og hún stendur nú eða verð­i breytt. Svan­dís Svav­ars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herr­a sagð­i að mög­u­legt væri að gild­is­tök­u þeirr­a yrði frest­að eða regl­u­gerð­inn­i yrði breytt ef smit­fjöld­i utan sótt­kví­ar tæki að auk­ast.

Að­spurð­ur seg­ist Þór­ólf­ur ekki vita til þess að til stand­i að frest­a gild­is­tök­unn­i. „Ég veit ekki um nein­ar fyr­ir­ætl­an­ir um að frest­a gild­is­tök­unn­i. Það get­ur breyst mjög hratt, ég get ver­ið snögg­ur að leggj­a fram nýj­ar til­lög­ur,“ seg­ir hann.

„Ég er allt­af í start­hol­un­um, allt­af til­bú­inn með nýtt minn­is­blað,“ seg­ir sótt­varn­a­lækn­ir.

Þór­ólf­ur greind­i frá því í gær að notk­un ból­u­efn­is Jans­sen yrði ekki haf­in strax og beð­ið yrði með notk­un þess með­an rann­sókn fer fram á sex til­fell­um blóð­tapp­a sem greind­ist hjá kon­um í Band­a­ríkj­un­um eft­ir að þær voru ból­u­sett­ar með efn­in­u. Band­a­rísk­a fyr­ir­tæk­ið John­son & John­son, sem fram­leið­ir ból­u­efn­ið, hef­ur frest­að dreif­ing­u þess í Evróp­u með rann­sókn­in stendur yfir en bæði lyfj­a­eft­ir­lit Band­a­ríkj­ann­a og lyfj­a­stofn­un Evróp­u kann­a nú mál­ið.

Í morg­un komu til lands­ins 2.400 skammt­ar af ból­u­efn­in­u. Hann seg­ir ból­u­efn­ið ekki erf­itt í geymsl­u, líkt og ból­u­efn­i Pfiz­er og Mod­ern­a sem þarf að geym­a við 80 stig­a frost, og því auð­velt að geym­a það þang­að til að grænt ljós fæst á notk­un þess, ef það ger­ist. Ekki megi bú­ast við mik­ill­i rösk­un á ból­u­setn­ing­ar­á­ætl­un stjórn­vald­a þrátt fyr­ir að beð­ið sé með að nota ból­u­efn­i Jans­sen.

Heil­brigð­is­ráð­herr­a heim­il­að­i á­horf­end­ur á í­þrótt­a­við­burð­um en það lagð­i Þór­ólf­ur ekki til í minn­is­blað­i sínu til ráð­herr­a. Hann seg­ir ó­lík­u sam­an að jafn­a, í­þrótt­a­við­burð­ir geti far­ið fram án á­horf­end­a en ekki sviðs­list­ir. „Það er grund­vall­ar­mun­ur á því,“ seg­ir Þór­ólf­ur.

Varð­and­i fram­gang ból­u­setn­ing­a seg­ir hann heils­u­gæsl­un­a í Reykj­a­vík og úti á land­i, sem hef­ur um­sjón með þeim, stand­a sig með ein­dæm­um vel.