Þór­­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir utan­­­ríkis- og þróunar­­sam­vinnu­ráð­herra hefur ráðið Þór­lind Kjartans­­son í stöðu að­­stoðar­­manns ráð­herra. Frá þessu er greint á vef Stjórnar­ráðsins.

Þór­lindur er með BA-gráðu í hag­­fræði frá Há­­skóla Ís­lands og ML-gráðu í lög­­fræði frá Há­­skólanum í Reykja­­vík.

Á vef Stjórnar­ráðsins segir að hann búi yfir „fjöl­breyttri reynslu úr at­vinnu­lífinu og þjóð­­málum.“

Undan­farin ár hefur Þór­lindur starfað sjálf­­stætt og sinnt ráð­gjafa­­störfum. Hann var fram­­kvæmda­­stjóri rekstrar hjá Meniga á árunum 2012-2015 og stjórnar­­for­­maður In­no­­vit-ný­­sköpunar­­seturs á árunum 2009-2012. Þar áður starfaði hann meðal annars við markaðs­­mál hjá Lands­bankanum, sem blaða­­maður hjá Frétta­blaðinu, ráð­gjafi fjár­­mála­ráð­herra, texta­­smiður hjá Ís­­lensku aug­­lýsinga­­stofunni og við eigin at­vinnu­­rekstur á sviði upp­­­lýsinga­­tækni og miðlunar. Auk þess var hann um ára­bil fastur pistla­höfundur hjá Frétta­blaðinu.

Þór­lindur hefur jafn­­framt gegnt marg­vís­­legum fé­lags- og trúnaðar­­störfum, var meðal annars for­­maður Vöku-fé­lags lýð­ræðis­­sinnaðra stúdenta, stjórnar­­for­­maður Fé­lags­­stofnunar stúdenta og for­­maður Sam­bands ungra Sjálf­­stæðis­manna.